Ráðstefna í Reykjavík

Grand Hótel - Miðvikudaginn 23. október kl. 13 - 16

Meðferð hættulegra efna í vinnuumhverfi

Áhersla á e-tool - rafrænt verkfæri á netinu

Á ráðstefnunni verða fjögur megin viðfangsefni.

 

  • Hættuleg efni á vinnustaðKynnt verður íslensk útgáfa e-tólsins (e-tool) en það er rafrænt verkfæri á netinu til að aðstoða fyrirtæki við að innleiða áhættumat vegna meðferðar á hættulegum efnum. Því skylt verður rafræn stýring efnamála hjá fyrirtækjum kynnt, m.a. Ecoonline.
  • Fjallað verður um öryggi við bílamálun og aðra sprautumálun og þau hættulegu efni og aðstæður sem starfsmenn eru útsettir fyrir.
  • Einnig verður fyrirlestur á vegum Öryggisnefndar Háskóla Íslands en kennarar og nemendur nota margskonar hættuleg efnum í verklegu námi.
  • Loks verða áherslur Vinnueftirlitsins um varnir gegn hættu á stórslysum af völdum hættulegra efna kynntar sem byggja á reglugerð 1050/2017.

Bein útsending

https://www.youtube.com/watch?v=Rl5VdebvryI

Dagskrá:

Kl Erindi Fyrirlesari
13:00 Setning Ásmundur Einar Daðason,
félags- og barnamálaráðherra
13:10 E-tool - Kynning á íslenskri útgáfu rafræns verkfæris á netinu við áhættumat vegna hættulegra efna Jóhannes Helgason,
deildarstjóri á Öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins
13:40 EcoOnline - Rafræn stýring efnamála hjá fyrirtækjum, möguleikar og reynsla Eva Yngvadóttir,
efnafræðingur hjá Eflu.
Karitas Jónsdóttir,
sérfræðingur á Umhverfis- og öryggissviði Norðuráls
14:10 Meðferð hættulegra efna á rannsóknastofum Snorri Páll Davíðsson,
starfsmaður í öryggisnefnd Háskóla Íslands
14:40  Kaffihlé  
15:10 Öndum léttar - Öryggi og meðferð hættulegra efna við bílamálun Torfi Þórðarson,
varaformaður Félags réttinga- og málningarverkstæða
15:35 Stórslysavarnir og hættuleg efni Guðmundur Mar Magnússon,
efnafræðingur á Öryggis- og tæknisviði Vinnueftirlitsins
15:55 Samantekt og ráðstefnu slitið Hanna S. Gunnsteinsdóttir,
forstjóri Vinnueftirlitsins
16:10 Ráðstefnulok  

Ráðstefnustjóri: Gunnhildur Gísladóttir, sérfræðingur á Heilsu- og umhverfissviði Vinnueftirlitsins.