Ráðstefna í Reykjavík

Miðvikudaginn 23. október kl. 13 - 16

Á Reykjavíkurráðstefnunni verða þrjú megin viðfangsefni.

Fjallað verður um öryggi við sprautumálun, sérstaklega bílasprautun en Vinnueftirlitið vinnur að nýrri reglugerð um um öryggis- og heilbrigðisráðstafanir við sprautumálun en núgildandi reglugerð er frá 1952.

Þá verður íslensk þýðing á e-tólinu kynnt en það er rafrænt verkfæri á netinu til að aðstoða fyrirtæki við að innleiða áhættumat vegna meðferðar á hættulegum efnum.

Einnig verður fyrirlestur á vegum öryggisnefndar Háskóla Íslands en mikil notkun er á ýmsum varsömum efnum af nemendum og kennurum í verklegri námi.

SKRÁNING Á RÁÐSTEFNUNA Í REYKJAVÍK