Ráðstefna á Ísafirði

Miðvikudaginn 9. október kl. 13 - 16

Á Ísafjarðarráðstefnunni verður áhersla lögð á ábyrga meðferð hættulegra efna í fiskeldi og fiskiðnaði en einnig verður þar fjallað um aðrar hættur sem starfsmenn í þessum iðnaði standi frammi fyrir oft við erfiðar aðstæður og veðurskilyrði.

Sérstakur fyrirlesari verður Mariann Sandsund frá Sintef í Þrándheimi en hún stýrði stórri rannsókn sem stóð yfir árin 2016-19 um öryggi og heilbrigði í fiskieldi við strendur Noregs. Sintef er ein stærsta sjálfstæða rannsóknastofnun Evrópu með um 2000 starfsmenn sem sinna rannsóknum á fjölmörgum sviðum, þ.m.t. vinnuvernd.

Þá verða fjórir áhugaverðir innlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni og vonandi fáum við sem flesta Vestfirðinga til að sitja ráðstefnuna en einnig aðra sem koma víðar að og eru áhugasamir um þessar stækkandi greinar.

SKRÁNING Á RÁÐSTEFNUNA Á ÍSAFIRÐI