Ráðstefna á Ísafirði

Edinborgarhúsinu, miðvikudaginn 9. október kl. 12:30 - 16:00

Meðferð hættulegra efna í vinnuumhverfi

Áhersla á  öryggismál og hættuleg efni í  fiskeldi og fiskvinnslu

Á Ísafjarðarráðstefnunni verður áhersla lögð á ábyrga meðferð hættulegra efna í fiskeldi og fiskiðnaði en einnig verður þar fjallað um aðrar hættur sem starfsmenn í þessum iðnaði standi frammi fyrir oft við erfiðar aðstæður og veðurskilyrði.

Sérstakur fyrirlesari verður Mariann Sandsund frá Sintef í Þrándheimi en hún stýrði stórri rannsókn sem stóð yfir árin 2016-19 um öryggi og heilbrigði í fiskieldi við strendur Noregs. Sintef er ein stærsta sjálfstæða rannsóknastofnun Evrópu með um 2000 starfsmenn sem sinna rannsóknum á fjölmörgum sviðum, þ.m.t. vinnuvernd.

Þá verða fjórir áhugaverðir innlendir fyrirlesarar á ráðstefnunni og vonandi fáum við sem flesta Vestfirðinga til að sitja ráðstefnuna en einnig aðra sem koma víðar að og eru áhugasamir um þessar stækkandi greinar.

Streymi frá ráðstefnunni hefst klukkan 12:30 
https://www.youtube.com/watch?v=0GZ1TFntk3s

Dagskrá

kl Erindi  Fyrirlesar
12:30 Setning Guðmundur Gunnarsson,
bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar
12:40 Interactions between work and health in fish farming; Norwegian employees perception, work strain and work environment Mariann Sandsund,
Ph.D. Senior Scientist
Sérfræðingur hjá Sintef í Þrándheimi 
13:25 Öryggismál í fiskeldi - áhættumat með aðstoð OiRA Sigurður Sigurðsson,
fagstjóri áhættumats hjá Vinnueftirlitinu
13:55 Öryggismál starfsmanna í sjókvíaeldi Silja Baldvinsdóttir,
gæðastjóri hjá Arnarlaxi
14:35 Kaffihlé  
14:55 Átak í öryggismálum í fiskvinnslu Hannes Snorrason,
eftirlitsmaður í fiskvinnslum hjá Vinnueftirlitinu
15:25 Áhættumat og meðferð sterkra hreinsiefna í rækjuvinnslu Salmar Jóhannsson,
gæðastjóri hjá Kampa
15:55 Samantekt og ráðstefnu slitið Brynjar Þór Jónasson,
sviðsstjóri Öryggis- og tæknisviðs hjá Vinnueftirlitinu
16:00 Ráðstefnulok  

Ráðstefnustjóri er Sigurður Einarsson, sérfræðingur á Heilsu- og umhverfissviði hjá Vinnueftirlitinu