Meðferð hættulegra efna

Heilbrigðir vinnustaðir - Meðferð hættulegra efna

Vinnuverndarátak Vinnuverndarstofnunar Evrópu 2018-2019

Hættuleg efni á vinnustaðÖrugg meðferð hættulegra efna er mjög mikilvæg á vinnustöðum. Hættan sem stafar af efnum hefur áhrif á milljónir starfmanna um alla Evrópu og er oft vanmetin eða hunsuð.

Vinnuverndarátak Vinnuverndarstofnunar Evrópu (EU-OSHA), „Meðferð hættulegra efna“, var leyst úr vör 24. apríl 2018 en átakinu lýkur í lok þessa árs.

Átakið er samræmt af EU-OSHA og fleiri en 30 lönd taka þátt í því með stuðningi samstarfsaðila innan hvers lands. Í tilefni átaksins var haldin ráðstefna á Grand Hótel í Reykjavík 19. október og önnur í Hofi á Akureyri 24. október 2018.


Í ár verða einnig 2 ráðstefnur haldnar:

Báðar ráðstefnurnar verða í 3 tíma, frá 13-16, en þeim verður streymt beint á vef Vinnueftirlitsins og upptökur af þeim verður hægt að nálgast á vefnum um ókomna tíð eins og aðrar slíkar ráðstefnur VER.

Hægt er að sjá fyrri ráðstefnur á Youtube

Áhættumat

Ýmis gögn um hættuleg efni eru í boði til að aðstoða fyrirtæki og þjónustuaðila við að framkvæma áhættumat, m.a. hér á vefsíðu Vinnueftirlitsins og á vefsíðu Vinnuverndarstofnunar Evrópu, þar sem einnig er að finna frekari upplýsingar um átakið .

Fésbókin

Síðast en ekki síst er minnt á fésbókarsíðu sem er tileinkuð átakinu þar sem m.a. má finna fjölbreytilegar upplýsingar um þær hættur sem stafa af hættulegum efnum og ábendingar hvernig unnt er að verja sig gegn þeim. Þá eru þar fréttir um vinnuverndarátakið og annað áhugavert efni tengt hættulegum efnum sem m.a. er fengið frá Vinnuverndarstofnun Evrópu og öðrum stofnunum og fréttaveitum.

Ítarefni