Ráðstefna 2017
Ráðstefna Vinnuverndarvikunnar 2017
Vinnuvernd alla ævi
https://www.youtube.com/watch?v=InTY3IdoPQE
Ráðstefnan verður haldin á Grand Hótel Reykjavík fimmtudaginn 19. október frá kl. 13 - 16
Ráðstefnustjóri: Guðmundur Þór Sigurðsson sérfræðingur hjá Vinnueftirlitinu.
Ráðstefnan er öllum opin, aðgangur er ókeypis en skráning nauðsynleg.
Boðið er upp á léttar veitingar.
Forvarnir vegna vinnuslysa, heilsufarsvandamála og starfstengdra sjúkdóma eru nauðsynlegar alla starfsævina en áherslan að þessu sinni er á starfsumhverfi þeirra starfsmanna sem komnir eru yfir miðan aldur.
Gestafyrirlesari á ráðstefnunni verður Dr. Joanne Crawford sem starfar hjá Fagstofnun um atvinnusjúkdóma (Institute of Occupational Medicine) í Edinborg í Skotlandi. Dr. Crawford hefur unnið að rannsóknum á sviði vinnuvistfræði, lýðheilsu og vinnuverndar um langt skeið og meðal annars skoðað heilsutengt samspil á milli vinnuumhverfis og aldurs starfsmanna.
Ásamt Dr. Crawford mun góður hópur fyrirlesara halda erindi um ýmis málefni sem eiga það sameiginlegt að tengjast vinnuumhverfi eldra starfsfóks á íslenskum vinnumarkaði.
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna gefa Guðmundur Þór og Jóhann Friðrik Friðriksson hjá Vinnueftirlitinu.
Dagskrá:
Kl | Erindi | Fyrirlesari |
---|---|---|
13:00 | Setning |
Þorsteinn Víglundsson |
13:10 | Geta og takmarkanir eldri starfsmanna |
Dr. Joanne Crawford |
13:55 | Vaktavinna, svefn og heilsa | Björg Þorleifsdóttir Lektor Háskóla Íslands |
14:15 | Heilsuefling í vinnu |
Jóhann Friðrik Friðriksson |
14:35 | Kaffihlé | |
14:55 |
Tilraunaverkefni um styttingu vinnuvikunnar |
Helga Jónsdóttir Framkvæmdastjóri BSRB |
15:15 | Hvernig geta þjónustuaðilar stutt vinnuvernd og áhættumat fyrirtækja? |
Guðmundur Kjerúlf Verkefnastjóri Vinnueftirlitinu |
15:35 | Kostir þess að hafa eldri starfsmenn í vinnu | Sigurður Pálsson Forstjóri Byko |
15:55 |
Samantekt og ráðstefnu slitið |
Eyjólfur Sæmundsson Forstjóri Vinnueftirlitsins |
16:00 | Ráðstefnulok |