• Pete Kines

Útdrættir úr fyrirlestrum

Lykilerindi – Pete Kines:

‘Vision Zero' - going beyond compliance in ensuring occupational safety and health for workers of all ages. 

Um Pete Kines

Pete Kines starfar við vísindarannsóknir hjá dönsku Rannsóknarstofnuninni í vinnuvernd í Kaupmannahöfn - National Research Centre for the Working Environment, Denmark.

Hann er sálfræðingur að mennt en er jafnframt með doktorspróf í verkfræði. Rannsóknir hans beinast að slysum og öryggi;

  • í iðnaði þar sem áhætta er mikil,
  • í litlum og meðalstórum fyrirtækjum,
  • meðal ungra starfsmanna.

Pete Kines hefur þróað ýmis hagnýt verkfæri til meta öryggi, t.d. spurningalista um öryggismenningu, NOSACQ-50 og smáforrit (app) fyrir öryggisskoðun sem og aðferðir til þess að bæta öryggi á vinnustað. Hann hefur einnig tekið þátt í stjórnun Evrópuverkefnis þar sem „núllslysa-stefna“ 27 fyrirtækja í átta löndum var skoðuð.

Útdráttur úr erindi

The agendas for the United Nations and the European Union for the coming years include a focus on sustained, inclusive and sustainable economic growth, full and productive employment and decent work for workers of all ages. Inclusive growth is about ensuring access and employment opportunities for all throughout their lifecycle. However, working life is changing with ongoing technological paradigm shifts (globalisation, automation), new types of work affiliation and organisation (freelance, telework, virtual work), and demographic changes (multigenerational work force, migration). Creating safe and healthy age-friendly workplaces requires innovative approaches and strategies that go beyond compliance to safety and health regulations. A ‘Vision Zero' for occupational safety and health (OSH) in a company is a commitment strategy from all leaders and workers that all occupational injuries and ill-health are preventable. A trans-European study in 2014-2015 examined ‘Vision Zero' in 27 companies in eight EU countries, focusing on success factors for Vision Zero, good practice, and in what way Vision Zero is unique from traditional occupational safety and health approaches, e.g. a commitment strategy vs. a control strategy, safety leadership vs. safety management, and benchmarking on leading indicators vs. lagging indicators. Some of the key result were a collection of good practices for companies either embarking or well on their way on their Vision Zero journey, as well as good practice for establishing and running national Vision Zero networks and forums.


Hin „ósnertanlegu“

Jökull Smári Jakobsson og Kristín Ólafsdóttir, frá Hinu húsinu

Í erindinu nálgumst við umfjöllunarefnið aðallega út frá okkur sjálfum og eigin reynslu. Vinnuvernd verður sett í samhengi við hinn óræða hóp, sem hefur mögulega fjölþætta reynslu og þekkingu innan atvinnuheimsins, en er enn þá skilgreindur sem „ungt fólk á vinnumarkaði“.

Þannig verður einblínt á aldurshópinn 18-25 ára og gengið út frá tveimur meginpunktum.

Í fyrsta lagi hugar ungt fólk lítið að öryggi á vinnustað, síst af öllu því sem kemur til með að hafa langvarandi líkamleg og/eða andleg áhrif.

Í öðru lagi falla ýmsir þættir, sem eru einna helst hugleiknir vinnandi fólki á áðurnefndum aldri, undir vinnuöryggi og við - unga fólkið - höfum ekki hugmynd um það. Í því samhengi er nauðsynlegt að taka fyrir upplýsingaflæði, gagnkvæmt traust á milli vinnuveitenda og starfsfólks, hlýlegt umhverfi, skýrar reglur, meðvitund um áhættuþætti á vinnustað og mikilvægi þess að þekkja réttindi sín.