Vinnuverndarvikur

Vinnuverndarstofnun EvrópuÁrlega tekur Vinnueftirlitið þátt í samevrópsku átaksverkefni sem kallast Evrópska vinnuverndarvikan. Það er Vinnuverndarstofnun Evrópu sem leggur línurnar í vinnuverndarvikunum en Vinnueftirlitið er framkvæmdaraðili á Íslandi.

Árlegar ráðstefnur hafa verið haldnar í vinnuverndarvikunni sl. ellefu ár eða frá árinu 2000, þær eru ávallt haldnar seint í októbermánuði. Í tengslum við vinnuverndarvikuna eru veittar viðurkenningar til fyrirtækja sem eru góðar fyrirmyndir á þessu sviði og hafa markvisst unnið að forvörnum.