Vinnuverndarvikur

Vinnuverndarstofnun EvrópuÁrlega tekur Vinnueftirlitið þátt í samevrópsku átaksverkefni sem kallast Evrópska vinnuverndarvikan en hún er ávallt í seinni hluta október.

Vinnuverndarstofnun Evrópu leggur línurnar varðandi efni vinnuverndarviknanna en Vinnueftirlitið stendur að þeim á Íslandi.

Ráðstefnur um vinnuvernd hafa verið haldnar árlega frá árinu 2000 sem hluti af átakinu, en þær eru haldnar í októbermánuði.