Vinnuverndarvikan 2013

Vinnuvernd – allir vinna

Vinnuverndarvikan 2012 - Vinnuvernd, allir vinnaÁrlega er haldin Evrópsk vinnuverndarvika undir forystu Vinnuverndarstofnunar Evrópu sem hefur aðsetur í Bilbao á Spáni. Þetta sameiginlega átak Evrópuþjóða nær hámarki í eina viku seinni hluta októbermánaðar ár hvert.

Markmiðið með vinnuverndarvikunni er að vekja athygli fólks á ákveðnum þáttum í vinnuumhverfinu í þeim tilgangi að gera vinnustaðina heilsusamlegri og öruggari. Starfshópur, skipaður fulltrúum atvinnulífsins og Vinnueftirlitsins, sér um framkvæmd verkefnisins hér á landi.

Yfirskrift Evrópsku vinnuverndarvikunnar í fyrra og á þessu ári (2012 og 2013) er „Vinnuvernd – allir vinna“ og stendur herferðin dagana 21.-25. október 2013.

Í tilefni vinnuverndarvikunnar verður haldin ráðstefna 24. október kl. 12:15 til 16:00 á Grand Hótel þar sem sérfræðingar úr atvinnulífinu fjalla um ýmsa þætti er snúa að vinnuvernd í víðustu merkingu hugtaksins með áherslu á heilsufarslegan og fjárhagslegan hagnað allra af markvissu vinnuverndarstarfi.