Samningur Vinnueftirlits og Umhverfisstofnunar

Úr sameiginlegri yfirlýsingu á verkaskiptingu Vinnueftirlitsins og heilbrigðiseftirlits sveitarfélaga

Byggingarsvæði þar sem framkvæmdir liggja niðri

Umsjón og eftirlit: 

Byggingarfulltrúar og Vinnueftirlitið. 

Hlutverk: 

Byggingarfulltrúar og Vinnueftirlitið skulu vinna sameiginlega að því er varðar öryggismál. Í því felst að gera þær kröfur sem nauðsynlegt er til að koma í veg fyrir slys á þessum stöðum. Í þeim tilfellum þar sem ekki er hægt að ganga að eigendum um úrbætur, t.d. þegar um gjaldþrot er að ræða, skal viðkomandi sveitarfélag láta framkvæma úrbætur.