Stofnun fyrirtækis eða breytingar á atvinnuhúsnæði

Starfsleyfi - umsögn um teikningar

Hvað þarf að gera til að tryggja öryggi, aðbúnað og heilsu starfsmanna samkvæmt lögum nr. 46/1980?

Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er fjallað um skyldur aðila, sem ætla að hefja rekstur fyrirtækis eða breyta eldra fyrirtæki. Skulu þeir sækja um starfsleyfi eða leita umsagnar Vinnueftirlits ríkisins um hvort fyrirhuguð starfsemi sé í samræmi við gildandi lög og reglugerðir sem settar hafa verið samkvæmt þeim. 

Sérstaklega er bent á eftirfarandi:

  • Sérhver, sem ætlar að hefja rekstur fyrirtækis eða breyta eldra fyrirtæki, skal leita umsagnar Vinnueftirlits ríkisins um það, hvort hin fyrirhugaða starfsemi sé í samræmi við ofangreind lög og reglugerðir settar samkvæmt þeim. Í því skyni skal hann láta stofnuninni í té sundurliðaða greinargerð með nægilegum uppdráttum/teikningum yfir húsakynni og fyrirkomulag véla, tækja og annars búnaðar og öðrum upplýsingum, sem máli kunna að skipta.
  • Hver sá, sem hefur með höndum starfsemi, sem lögin gilda um, skal hafa sérstakt starfsleyfi Vinnueftirlits ríkisins til tryggingar því, að starfsemi fullnægi viðurkenndum stöðlum, ákvæðum laga og reglugerða, svo og fyrirmælum Vinnueftirlits ríkisins, að því er aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum snertir.
  • Sérhver starfsemi, sem lögin ná til, skal tilkynnt Vinnueftirliti ríkisins áður en hún hefst. Óheimilt er að hefja rekstur í fyrirtæki eða hluta fyrirtækis fyrr en eftirlitsmaður hefur gefið réttum aðilum vottorð um, að allur útbúnaður sé í fullu lagi, að mati eftirlitsmannsins.

Umsögn Vinnueftirlitsins um teikningar af atvinnuhúsnæði er fyrsta stig til að fá starfsleyfi Vinnueftirlitsins. Starfsleyfi tekur gildi þegar eftirlitsmaður hefur skoðað starfsemina í fyrsta skipti og gert eftirlitsskýrslu um þá skoðun. Eftir það skoðar Vinnueftirlitið fyrirtæki á ákveðnu árabili og eins ef sérstök ástæða er til.

Nánari upplýsingar eru veittar hjá skrifstofum Vinnueftirlitsins

Sjá nánar í þessu sambandi: