Vélar og tæknilegur búnaður

Vinnueftirlitið hefur eftirlit með vélum og tæknilegum búnaði sem ætlaður eru til notkunar á vinnustöðum. Jafnframt hefur Vinnueftirlitið eftirlit með vélum og tæknilegum búnaði sem seldur er eða leigður jöfnum höndum til notkunar við atvinnurekstur eða til einkanota, nema fjallað um þær í öðrum lögum eða reglugerðum en þeim sem falla undir Vinnuverndarlögin.

Þetta gildir einnig um umskiptanlegan búnað, öryggisíhluti, ásláttarbúnað, keðjur, strengi og bönd ofin úr sterkum efnum, vélrænan yfirfærslubúnað sem unnt er að fjarlægja og ófullgerðar vélar.