Samræmisyfirlýsingar

EB-yfirlýsing um samræmi.

Með samræmisyfirlýsingu vottar framleiðandi að viðkomandi persónuhlíf sé í samræmi við ákvæði reglna nr. 501/1994 um gerð persónuhlífa (tilskipun 89/686/EB).


Í V. viðauka reglnanna er fyrirmynd að EB-samræmisyfirlýsingu.  Samræmisyfirlýsingin skal innihalda lýsingu á persónuhlífinni og númer staðals sem á við persónuhlífina.

Jafnframt skal koma fram númer prófunarvottorðs og nafn og póstfang samþykkts aðila þegar við á. Undirskrift framleiðanda eða umboðsmanns hans á Evrópska efnahagssvæðinu skal einnig koma fram á samræmisyfirlýsingunni.

Persónuhlífar eru flokkaðar í þrjá flokka eftir þeirri áhættu sem hlífunum er ætlað að vernda gegn. Aðferð við mat á samræmi veltur á því hvaða flokki persónuhlífin tilheyrir. [Persónuhlífar sem ekki falla undir tilskipun 89/686/EB eru þó í fjórða flokknum er skráist sem 0-flokkur, t.d. persónuhlífar fyrir löggæslu og hernað, skurðstofuhanskar og -grímur og björgunarvesti og -jakkar fyrir farþega á skipum og í flugvélum]

Nánari leiðbeiningar og upplýsingar á síðu Evrópusambandsins (á ensku).

Flokkarnir eru:

Flokkur I II III
Lýsing „Einfaldar” persónuhlífar Persónuhlífar þar sem gengið er út frá því að notandinn geti metið þá vernd sem hlífin veitir gegn minni háttar hættum og gerir sér örugglega grein fyrir því tímanlega Hvorki „einfaldar” né „flóknar” persónuhlífar „Flóknar” persónuhlífar
Persónuhlífar sem ætlaðar eru til verndar gegn lífshættu eða alvarlegri varanlegri hættu þar sem notandinn getur ekki gert sér grein fyrir hættunni í tíma
Útgáfa samræmisyfirlýsingar Samræmisyfirlýsing gefin út á ábyrgð framleiðanda Samræmisyfirlýsing gefin út af framleiðanda eftir að samþykktur aðili hefur gefið út vottorð um gerðapróf Samræmisyfirlýsing gefin út af framleiðanda eftir að tilkynntur aðili hefur gefið út vottorð um gerðarpróf og eftir að tilkynntur aðili hefur framfylgt gæðaeftirliti á vöru eða eftirliti á gæðakerfi
CE merki CE CE 0000 CE

Þessu ferli er betur lýst með eftirfarandi flæðiriti:

  Samræmingarferli persónuhlífa