Notkunarleiðbeiningar

Persónuhlífum, sem seldar eru hér á landi, skulu fylgja notkunarleiðbeiningar á íslensku.

Úr viðauka I við reglur nr.  501/1994 um gerð persónuhlífa:

 
Í notkunarleiðbeiningum, sem framleiðandi skal semja og láta í té með þeim persónuhlífum sem hann setur á markað, skulu auk nafns og póstfangs framleiðandans og/eða umboðsmanns hans með staðfestu innan Evrópusambandsins vera allar nauðsynlegar upplýsingar um:
 
  1. geymslu, notkun, hreinsun, viðhald, viðgerðir og sótthreinsun. Þau efni sem framleiðandi mælir með til hreinsunar, viðhalds eða sótthreinsunar eiga ekki vera skaðleg hlífunum eða notendum þeirra ef leiðbeiningunum er fylgt;
  2. gagnsemi persónuhlífanna samkvæmt tæknilegum prófunum sem fram fara til að sannreyna hve mikla vernd þær veita eða verndarflokk þeirra;
  3. viðbótarbúnað, sem fáanlegur er með persónuhlífum, og hvers konar varahlutir hæfa þeim;
  4. vernd, sem hæfir mismunandi hættustigum, og samsvarandi notkunartakmörk;
  5. endingartíma persónuhlífanna eða ákveðinna íhluta þeirra;
  6. viðeigandi flutningsumbúðir utan um persónuhlífar;
  7. þýðingu merkinga ef um þær er að ræða (sjá gr. 2.12 í viðauka I).
  8. Notkunarleiðbeiningar skulu vera skýrar og skiljanlegar og ritaðar á a.m.k. opinberu tungumáli eða tungumálum þess aðildarríkis sem senda á þær til.