Notkun persónuhlífa

Meginregla:

Nota skal persónuhlífar þegar ekki er hægt að komast hjá áhættu eða takmarka hana nægjanlega með tæknilegum ráðum, sem veita almenna vernd, eða með ráðstöfunum, aðferðum eða annarri tilhögun við skipulagningu vinnunnar. Því skal fyrst og fremst leitast við að skipuleggja vinnu og vinnustað þannig að ekki skapist hætta. Sé það ekki mögulegt skal skilyrðislaust nota persónuhlífar.
 

Skilgreining

Í reglunum merkir hugtakið persónuhlíf allan búnað, sem starfsmanni er gert að klæðast eða halda á sér til verndar gegn einni eða fleiri hættum sem stefnt geta öryggi hans og heilsu í voða, svo og allan viðbótar- eða aukabúnað sem ætlað er að þjóna þessu hlutverki.
 
Persónuhlífar, sem notaðar eru, skulu uppfylla gildandi reglur á Evrópska efnahagssvæðinu (EES) um gerð, hönnun og framleiðslu.

Allar persónuhlífar skulu:

 • henta til varnar þeirri áhættu, sem um er að ræða, án þess að þær leiði sjálfar til aukinnar áhættu
 • hæfa ríkjandi aðstæðum á vinnustað
 • miðast við vinnuvistfræðilegar kröfur
 • vera mátulegar miðað við nauðsynlegar stillingar

Skyldur atvinnurekenda:

Atvinnurekandi skal:

 
 • láta starfsmönnum persónuhlífar í té endurgjaldslaust þegar aðstæður krefjast
 • greina og meta áhættuna til að geta valið viðeigandi persónuhlífar
 •  ákvarða við hvaða skilyrði beri að nota þær
 • sjá fyrir nægum upplýsingum um hverja gerð persónuhlífa og upplýsa starfsmann um þá hættu sem persónuhlífunum er ætlað að vernda hann gegn
 •  sjá til þess að persónuhlífar verði notaðar í samræmi við notkunarleiðbeiningar
 • sjá til þess að starfsmenn fái þjálfun og - ef við á - sýnikennslu í notkun persónuhlífa
 •  setja upp eitt eða fleiri skilti sem gefa til kynna hvaða persónuhlífar ber að nota á viðkomandi vinnustað

Atvinnurekandi skal tryggja að:

 • persónuhlífum sé haldið við
 • persónuhlífar séu yfirfarnar
 • persónuhlífar séu lagfærðar
 • persónuhlífar séu leymdar á fullnægjandi hátt þannig að þær haldi verndareiginleikum sínum og hreinleika (til varnar þeirri áhættu sem um er að ræða og uppfylli kröfur um hreinleika)

Skyldur starfsmanna:

Starfsmenn skulu:

Til umhugsunar:

 • Hefur áhættan verið greind og metin í fyrirtækinu áður en persónuhlífar voru valdar?
 • Hvernig ganga innkaup fyrir sig?
 • Hafa starfsmenn tækifæri til að taka þátt í vali á persónuhlífum?
 • Finnast skrifaðar reglur um þjónustu og viðhald?
 • Nota starfsmenn búnaðinn?