CE merkið

CE-merkið er merki um samræmi, þ.e.a.s. staðfesting á að varan uppfylli þær grunnkröfur um heilsu og öryggi eins og þeim er lýst í reglum nr. 501/1994 um gerð persónuhlífa (og í tilskipun 89/686/EB). CE-merkið er því ekki gæðastimpill umfram þá staðfestingu.
 
Framleiðandi skal merkja hverja persónuhlíf með CE-merkinu.
Merkið skal sett á hverja framleidda persónuhlíf þannig að það sé óafmáanlegt.
Sé því ekki við komið vegna eiginleika vörunnar má setja merkið á umbúðirnar.
Ef samþykktur aðili tekur þátt í eftirliti með framleiðsluferlinu skal bæta framan við CE-merkið kenninúmeri samþykkta aðilans. – Þetta á við um persónuhlífar í flokki III.
 
 
Ekki er vitað nákvæmlega hver uppruni skammstöfunarinnar CE er. Þó er kenning flestra að það sé skammstöfun á Communauté Européenne, sem þýðir Evrópusamfélagið, eða skammstöfun á Conformité Européenne sem þýðir evrópskt samræmi.

Útliti CE-merkisins er lýst á þessari teikningu:

 
Málsetningar CE merkisins