Aðrar merkingar
CE merking skal vera skýr og varanleg
Ef persónuhlíf er með öðrum merkingum svo sem stærðarmerkingum, umhverfismerkingum o.þ.h. þá skulu þær merkingar vera þannig að þær valdi ekki misskilningi eða skyggi á CE-merkinguna.
CE-merkingum skulu hins vegar í einstaka tilfellum fylgja frekari merkingar sem sýna sérstök not búnaðarins. Þetta á fyrst og fremst við um hanska og hlífðarfatnað.
Í reglum nr. 501/94 um gerð persónuhlífa er fjallað um upplýsingamerki og önnur auðkenni sem sett eru á persónuhlífar. Þar segir í I. viðauka, gr. 2.12:
"Persónuhlífar með eitt eða fleiri auðkenni eða upplýsingamerki sem beinlínis eða óbeinlínis varða hollustu og öryggi. Æskilegt er að auðkenni og upplýsingamerki sem beint eða óbeint varða hollustu og öryggi og sett eru á persónuhlífar af þeim gerðum eða flokkum sem hér um ræðir séu samræmdar skýringarmyndir eða táknmyndir og verða þau að haldast fullkomlega læsileg meðan á öllum fyrirsjáanlegum nýtingartíma stendur. Merkin skulu auk þess vera gerð til hlítar, nákvæmlega og skiljanlega þannig að komið sé í veg fyrir mistúlkun þeirra; orð eða setningar sem þeim kunna að fylgja skulu vera letruð á opinberu máli eða málum þess aðildarríkis þar sem persónuhlíf er notuð. Nú er persónuhlíf, eða íhluti hennar, of smá til að nauðsynleg merking komist þar fyrir að öllu eða einhverju leyti og skulu þá viðeigandi upplýsingar veittar á umbúðum og í notkunarleiðbeiningum framleiðanda."
Í staðli EN 340:2003 er fjallað m.a. um auðkenni og upplýsingamerki. Staðallin heitir “Hlífðarfatnaður – Almennar kröfur” og er seldur hjá Staðlaráði Íslands.
Í staðlinum segir að mælt sé með því að tölur séu ekki smærri en 2 mm og upplýsingamerki ekki smærri en 10 mm að meðtöldum ramma. Einnig er mælt með því að upplýsingamerkin séu svört á hvítum grunni. Upplýsingamerki sem vara við lífshættu ættu að vera á ytra byrði vörunnar.
Tafla 1 - Upplýsingamerki - Táknmerki (sbr. staðall EN 340:2003):
Upplýsingamerki | Vara er ætluð sem vörn við vinnu við/með: | Upplýsingamerki | Vara er ætluð sem vörn við vinnu við/með: |
---|---|---|---|
![]() |
Hreyfanlegum hlutum
ISO 7000-2411 |
![]() |
Hita og eldi
ISO 7000-2417 |
![]() |
Kulda
ISO 7000-2412 |
![]() |
Skurðum og stungum
ISO 7000-2483 |
![]() |
Veðri
ISO 7000-2413 |
![]() |
Geislavirkni
ISO 7000-2484 |
![]() |
Hættulegum efnum
ISO 7000-2414 |
![]() |
Örverum
ISO 7000-2491 |
![]() |
Stöðurafmagni
ISO 7000-2415 |
||
![]() |
Keðjusög
ISO 7000-2416 |
Tafla 2 - Upplýsingamerki sem segja til um ætluð not hlífðarfatnaðarins (sbr. staðall EN 340:2003):
Hlífðarfatnaður (hlífðarbúnaður) fyrir slökkviliðsmenn
ISO 7000-2418 |
Endurskinsfatnaður (endurskinsbúnaður)
ISO 7000-2419 |
Hlífðarfatnaður (hlífðarbúnaður) fyrir vinnu með háþrýstibúnað
ISO 7000-2482 |
Hlífðarfatnaður (hlífðarbúnaður) fyrir vélhjólaökumenn
ISO 7000-2618 |
---|---|---|---|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
Mynd 1 - Grunnur að táknmynd sem upplýsir um vörn hlífðarfatnaðar (ISO 7000-2410):

Mynd 2 - Notkunarleiðbeiningar (ISO 7000-1641):

Í reglum nr. 707/1995 um öryggis- og heilbrigðismerki á vinnustöðum er m.a. kveðið á um lágmarkskröfur um skilti eins og boðmerki varðandi notkun persónuhlífa á vinnustað.
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
---|---|---|---|---|
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |
![]() |