Markaðseftirlit

Skv. k. lið 75. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, ber Vinnueftirlitinu að annast markaðseftirlit með vélum, tækjum og búnaði er falla undir lögin.  Vinnueftirlitið fer með markaðseftirlit með varningi í skilningi 15 tilskipana ESB, af þeim eru 8 þeirra nýaðferðartilskipanir.

Tilskipanirnar hafa það sameiginlegt að varða vörur sem notaðar eru af starfsmönnum við vinnu. Markaðseftirlit  Vinnueftirlitsins stuðlar því að öryggi starfsmanna á vinnustöðum.  Nánar tiltekið hefur Vinnueftirlitið markaðseftirlit með eftirfarandi varningi en hægt er að nálgast nánari upplýsingar um reglugerðirnar og staðla tengda þeim hérna:

 1. vélum og tækjum sem ætlað er til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað, reglugerðin innleiddi tilskipun nr. 2006/42/EB.  Ekki er hægt að telja upp þær vélar tæmandi sem hér um ræðir, en sem dæmi má nefna vinnuvélar (gröfur, lyftarar o.sv.fr.), færibönd, fiskvinnsluvélar og vélsagir.
 2. fólkslyftum og fólks- og vörulyftum, sbr. reglugerð nr. 341/2003 um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur, ásamt síðari breytingum, sem innleiddi tilskipun nr. 95/16/EB,
 3. togbrautarbúnaði til fólksflutninga, sbr. reglugerð nr. 668/2002 um togbrautarbúnað til fólksflutninga sem innleiddi tilskipun nr. 2000/9/EB,
 4. færanlegum þrýstibúnaði, sbr. reglur nr. 762/2001 um færanlegan þrýstibúnað sem innleiddi tilskipun nr. 1999/36/EB,
 5. þrýstibúnaði sem ætlaður er til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 571/2000 um þrýstibúnað sem innleiddi tilskipun nr. 97/23/EB,
 6. þrýstihylki sem ætluð eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 377/1996 um þrýstihylki sem innleiddi tilskipun nr. 76/767/EBE,
 7. úðabrúsa sem ætlaðir eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglugerð nr. 260/2012 um úðabrúsa sem innleiddi tilskipun nr. 75/324/EBE, með síðari breytingum.
 8. tæki sem brenna gasi sem ætlað er til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 108/1996 um tæki sem brenna gasi sem innleiddi tilskipun nr. 90/396/EBE,
 9. saumlaus gashylki úr stáli sem ætluð eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 380/1996 um saumlaus gashylki úr stáli sem innleiddi tilskipun nr. 84/525/EBE,
 10. saumlaus gashylki úr hreinu áli og álblöndu sem ætluð eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 383/1996 um saumlaus gashylki úr hreinu áli og álblöndu sem innleiddi tilskipun nr. 84/526/EBE,
 11. samsoðin gashylki úr hreinu stáli sem ætluð eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 382/1996 um samsoðin gashylki úr hreinu stáli sem innleiddi tilskipun nr. 84/527/EBE,
 12. fjöldaframleidd, einföld þrýstihylki sem ætluð eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 99/1996 um einföld þrýstihylki sem innleiddi tilskipun nr. 87/404/EB,
 13. persónuhlífar sem ætlaðar eru til notkunar á vinnustöðum, sbr. reglur nr. 501/1994 um gerð persónuhlífa sem innleiddi tilskipun nr. 89/686/EBE,
 14. sprengiefni sem ætlað er til verklegra framkvæmda, sbr. reglugerð nr. 684/1999 um sprengiefni sem innleiddi tilskipun nr. 93/15/EBE,
 15. um mengandi lofttegundir og agnir frá brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega, sbr. reglugerð nr. 465/2009 sem innleiddi tilskipun nr. 93/15/EBE.