Öryggi

Með Vinnuverndarlögum er leitast við, að;
  • tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi, sem jafnan sé í samræmi við félagslega og tæknilega þróun í þjóðfélaginu,
  • tryggja skilyrði fyrir því, að innan vinnustaðanna sjálfra sé hægt að leysa öryggis- og heilbrigðisvandamál, í samræmi við gildandi lög og reglur, í samræmi við ráðleggingar aðila vinnumarkaðarins og í samræmi við ráðleggingar og fyrirmæli Vinnueftirlits ríkisins.
Atvinnurekandi, verkstjóri og starfsmenn bera allir sína ábyrgð, hver á sinn hátt, þegar kemur að því að tryggja öruggt og heilsusamlegt starfsumhverfi.