Líffræðilegir þættir

Reglur

 
Markmið reglnanna er að koma í veg fyrir heilsutjón starfsmanna sem 
 
  • vinna með líffræðilega skaðvalda 
  • verða fyrir mengun frá líffræðilegum skaðvöldum

Hvað er Líffræðilegur skaðvaldur 

Líffræðilegur skaðvaldur er samkvæmt skilgreiningu örverur, frumurækt og innri sníkjudýr í fólki, sem kunna að valda smitun, ofnæmi eða hvers konar eitrun,

Áhættumat.

Þegar líkur eru á að starfsemi hafi í för með sér áhættu vegna líffræðilegra skaðvalda skal atvinnurekandi láta meta eðli ástandsins, þ.e. hve mikil mengunin er og hve lengi starfsmenn verða fyrir mengun.  Að áhættumati loknu skal atvinnurekandi ákvarða til hvaða ráðstafana skuli grípa.

Hreinlæti og vernd starfsmanna.

Þegar um er að ræða starfsemi þar sem heilsu og öryggi starfsmanna er hætta búin vegna vinnu með líffræðilega skaðvalda skal atvinnurekandi tryggja að: 
 
  • starfsmenn borði ekki á vinnusvæðum þar sem hætta er á mengun líffræðilegra skaðvalda,
  • starfsmenn fái viðeigandi hlífðarfatnað,
  • starfsmenn hafi aðgang að fullnægjandi snyrti- og salernisaðstöðu, þar á meðal nauðsynlegum hreinsiefnum, svo sem augnhreinsivökva og sótthreinsandi efni fyrir húð,
  • allar nauðsynlegar hlífar séu geymdar og meðhöndlaðar á réttan hátt,

Ítarefni

Bæklingur um inniloft - Inniloft, hagnýtar leiðbeiningar