Efni- og efnahættur

Áhætta vegna efnanotkunar.

Efni geta skaðað á mismunandi hátt.

Efni geta haft skaðleg áhrif á líkamann á marga vegu. Efni geta haft bein áhrif við snertingu t.d. ef sýra berst á húðina. Efni geta borist inn í líkamann í gegnum öndunarfærin, húðina og munninn sem þó er sjaldgæft í vinnu nema við slys. Áhrifin af efnum geta komið strax fram eða eftir langan tíma. Skaðleg áhrif sem koma seint fram geta verið vegna þess að maður hafi orðið síendurtekið fyrir efninu í mörg ár en einnig eftir að hafa bara orðið fyrir því einu sinni. 

Notkun getur aukið hættuna.

  • Húðin getur þornað upp og erting komið fram eftir langvarandi eða síendurtekna snertingu við annars hættulaus efni, jafnvel við vatn.
  • Olíur og skurðarvökvar geta breyst við notkun og orðið varasamari.
  • Heitir vökvar geta valdið brunasárum.
  • Innöndun á ryki getur valdið skaða á öndunarfærunum jafnvel þó rykið innihaldi ekki heilsuskaðleg efni.
  • Örfínt ryk í miklu magni getur valdið sprengingu.

Upplýsingar

Umbúðir eiga vera með varúðarmerkjum og hættu- og varnarsetningum. Þegar efni eru notuð við atvinnurekstur eiga að fylgja þeim svokölluð öryggisblöð.