Rafsegulsvið

Væntanleg er reglugerð um varnir gegn álagi vegna rafsegulsviðs á vinnustöðum. Reglugerðin mun byggja á Evróputilskipun nr. 2013/35/ESB.

Gildissvið

Reglugerðin tekur til „ójónandi“ geislunar á bilinu 0 til 3 Gigarið. Á þessu bili er; stöðurafsvið og segulsvið, riðstraumur, útvarps- og örbylgjugeislun, innrauð geislun, sýnileg geislun og útfjólublá geislun. Í reglugerðinni er ekki fjallað um langtímaáhrif rafsegulsviðs eða um áhrif vegna beinnar snertingar við straumleiðara.

Áhrif

Áhrifin sem geislunin veldur eru misjöfn eftir því á hvaða tíðnibili hún er.  
 • Geislun sem er innan við 1 rið getur haft áhrif á hjarta- og æðakerfið og miðtaugakerfið
 • Geislun sem er á bilinu 1 til 10 Megarið getur haft áhrif á miðtaugakerfið
 • Geislun á bilinu 100 kílórið til 10 Gigarið getur valdið hitaálagi á allan líkamann og staðbundinni hitun á vefjum
 • Geislun á bilinu 10 til 300 Gigarið getur valdið hitun á vefjum á, eða nálægt, yfirborði líkamans

Áhyggjur

Það er þekkt að ýmis búnaður hefur valdið almenningi áhyggjum á síðustu árum svo sem; háspennulínur, örbylgjuofnar, tölvuskjáir, sjónvörp, öryggiskerfi, farsímar o.s.frv. Á ófáum sviðum hafa meiri rannsóknir verið gerðar og í raun eru enn sem komið er engar sannanir fyrir skaðleg áhrif af völdum þessara tækja og öll eru þau vel innan viðmiðunarmarka að því gefnu að þau virki eins og til er ætlast.

Á vinnustöðum

Algeng tæki á vinnustöðum sem gefa frá sér geislun sem fellur undir tilskipunina um rafsegulsvið eru t.d.; rafsuðuvélar, öryggiskerfi, plastsuðuvélar. límþurrkarar og sneiðmyndavélar. Sneiðmyndatæki gefa vissulega frá sér mikla geislun sem þekkt er og þar eru gerðar miklar kröfur til öryggis við umgengni. Af hinum má nefna að líkleg geislun frá plastsuðuvél er á bilinu 100 til 2000 V/m en mörkin í tilskipuninni eru 5000 v/m.

Skyldur atvinnurekenda

Tilskipunin leggur ýmsar skildur á herðar atvinnurekenda, t.d. að;  
 • gera áhættumat og meta styrk rafsegulsviðs
 • útiloka eða takmarka hættu á álagi og þar sem álag verður ekki útilokað að grípa til aðgerða til að tryggja að álagið sé innan marka reglugerðarinnar
 • merkja vinnusvæði og takmarka aðgang að þeim.
 • rannsaka ástæður, hafi starfsmaður orðið fyrir álagi yfir mörkum og sjá honum fyrir læknisskoðun.
 • halda skrár um heilsufarsskoðanir

Viðbrögð

Bregðast má við hættum af völdum geislunar með ýmsum hætti. Þá er helst til að taka;  
 • tæknilegar aðgerðir
 • stjórnunarlegar aðgerðir
 • persónuhlífar
 • heilbrigðiseftirlit