Lýsing

Í 8. grein reglugerðar nr. 581/1995 um húsnæði vinnustaða eru settar kröfur um lýsingu á vinnustöðum

8. grein - Dagsbirta og lýsing.

 • Á vinnustöðum skal vera svo mikil dagsbirta sem kostur er. Vinnurými skulu einnig búin nægjanlegri raflýsingu til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna.
 • Þar sem unnið er við dagsbirtu skal vinnurými þannig gert að hún dreifist sem best um það og sé sem jöfnust. Ljósop glugga á veggjum skal að jafnaði vera minnst 10% af gólffleti en á þaki 7%. Hlutfall þetta skal auka ef birtu nýtur illa vegna slæmra skilyrða, svo sem vegna mannvirkja sem standa nærri gluggum vinnurýmis. Þar sem sérstaklega stendur á, svo sem í verslunum, vöruhúsum og frystihúsum, er heimilt að víkja frá þessu ákvæði enda uppfylli húsnæðið önnur skilyrði í reglum þessum.
 • Ef sólarljós veldur of miklum hita, birtu, glampa eða öðrum slæmum vinnuskilyrðum skal gera viðeigandi ráðstafanir til að ráða bót á því.
 • Við hönnun lýsingar skal höfð hliðsjón af viðurkenndum stöðlum um lýsingarmagn, varnir gegn ofbirtu og aðra þætti er varða öryggi og gott starfsumhverfi.
 • Á vinnustöðum þar sem starfsmönnum er sérstök hætta búin ef rafmagn fer af skal séð fyrir fullnægjandi neyðarlýsingu.
 • Búnaði til lýsingar á vinnustöðum skal komið þannig fyrir að hann valdi starfsmönnum engri slysahættu.
 • Starfsmönnum skal með fullu öryggi unnt að opna glugga, þakljóra og loftræstiop, stilla opnun þeirra og loka þeim. Stilling þeirra má ekki geta valdið starfsmönnum hættu þegar þau eru opin.
 • Gluggum og þakljórum skal komið þannig fyrir að hæfi hreinsibúnaði, eða útbúnir þannig að unnt sé að hreinsa þá án þess það hafi í för með sér hættu fyrir starfsmenn sem það gera eða aðra sem staddir eru í byggingunni eða við hana.

Hvað er birta?

Birta er ljósstreymi sem fellur á flöt og er mæld með mælieiningunni lux. Til að gefa hugmynd um hvað eitt lux er þá er það birta sem fæst í 1 metra fjarlægð frá logandi kerti. 
Með aukinni lýsingu:
 
 • Sjást smágerðari hlutir
 • Greinast minni andstæður
 • Greinist sjónhluturinn hraðar og betur
Lítil birta skaðar ekki sjónina en gerir manni erfiðara fyrir að greina það sem augað sér.

Birtutöflur

Í birtutöflum er hægt að finna ráðlögð birtugildi fyrir velflesta vinnustaði.
Birtutöflur er hægt að finna í íslenskum staðli: 
 • ÍST EN 12464-1 Light and lighting of work places – Part 1: Indoor work places
 • ÍST EN 12464-2 Light and lighting of work places – Part 1: Outoor work places
Vinnueftirlitið hefur einnig gefið út birtutöflur sem hægt er að nota sem viðmiðun. Rétt er þó að horfa til staðalsins í þeim tilfellum þar sem munur er á uppgefnum birtugildum í töflum.

Hættur vegna lýsingar

Reglugerðin gildir fyrir ljósgeislun á bylgjusviðinu 100nm-1mm. Það er; útfjólublá geislun, sýnileg geislun og innrauð geislun

Áhættumat

Við gerð áhættumats þarf að skoða eftirfarandi þætti:
 
 • Álag vegna ljósgeislunar, bylgjulengdarsviðs og tíma
 • Viðmiðunarmörk í reglugerð
 • Sérstaka áhættuhópar
 • Víxlverkun ljósgeislunar og efna sem hafa áhrif á ljósnæmi
 • Óbein áhrif s.s. tímibundin blinda, sprengingar eða bruni
 • Búnað til að draga úr áhrifum eða til að koma í stað hættulegs búnaðar
 • Upplýsingar úr heilsfarsskoðunum
 • Álag frá fleiri en einum ljósgeislunargjafa
 • Flokkun fyrir leysa
 • Upplýsingar frá framleiðendum

Leiðbeiningar um framkvæmd reglugerðarinnar (á ensku)