Leiðbeiningar um heilsufarsskoðanir
Leiðbeiningar um vinnutengdar heilsufarsskoðanir, skráningu og tilkynningar slysa, atvinnusjúkdóma og atvinnutengdra sjúkdóma
Leiðbeiningar
Leiðbeiningarnar eru einkum ætlaðar þeim sem annast heilsufarsskoðanir starfsmanna, skráningu og tilkynningar slysa, atvinnusjúkdóma og atvinnutengdra sjúkdóma. Tekin eru upp helstu atriði í reglum og reglugerðum sem varða þessi atriði og settar hafa verið skv. lögum um vinnuvernd nr. 46/1980 (hér eftir nefnd vinnuverndarlögin). Þegar vitnað er í reglur og reglugerðir er yfirleitt um beinar tilvitnanir að ræða (án tilvitnunarmerkja) en þau atriði einkum tilfærð sem varða heilslufarsskoðanir beint. Stundum er vitnað til greina eða viðauka annars staðar í reglunum eða reglugerðunum og er þá nauðsynlegt fyrir notendur að fletta þeim upp en allar reglur og reglugerðir sem falla undir vinnuverndarlögin má finna á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Oft er vitnað til ákvæða um áhættumat. Til að forðast óþarfa endurtekningar verður framvegis í leiðbeiningum þessum yfirleitt talað um reglugerðir og er þá átt við hvort heldur reglur eða reglugerðir. Hér fyrir neðan er farið yfir þessi atriði í nokkrum köflum.
Hverjir sinna heilsufarsskoðunum?
Efnisyfirlit
- Almennt um heilsufarsskoðanir
- Sérstök ákvæði um heilsufarsskoðanir
- Reglugerð 540/2011 um tilkynningu og skráningu atvinnusjúkdóma
- Reglugerð 430/2007 um bann við notkun asbests á vinnustöðum
- Reglugerð um varnir gegn skaðlegum áhrifum titrings á heilbrigði og öryggi starfsmanna 922/2006
- Reglugerð 553/2004 um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna á vinnustöðum
- Reglur nr. 98/2002 um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum efna sem geta valdið krabbameini eða stökkbreytingu á vinnustöðum
- Reglur 764/2001 um verndun starfsmanna gegn hættu á heilsutjóni af völdum líffræðilegra skaðvalda á vinnustöðum
- Reglur um skjávinnu 498/1994
- Heilsufar sérstakra hópa
- Skráning og tilkynning slysa og óhappa
- Listi yfir atvinnusjúkdóma sem Vinnueftirlitið óskar eftir að séu tilkynntir
Listinn er byggður á „Commission Recommendation of 19. September 2003“ Evrópulista yfir atvinnusjúkdóma ( C(2003)3297) - Skýrsla læknis um meintan atvinnusjúkdóm (eyðublað)
- Tilkynning um vinnuslys (eyðublað)