Heilsuefling
Heilsuefling á vinnustöðum felur í sér víðtækar aðgerðir til þess að bæta heilsu og líðan starfsmanna. Þetta eru iðulega aðgerðir sem ná mun lengra heldur en það sem svarar kröfum sem settar eru í reglum. Heilsuefling á vinnustöðum hefur verið hluti af heilsustefnu margra vinnustaða og tekur á mörgum þáttum sem falla undir jákvæða heilsuhegðun starfsmanns og hvað vinnustaður getur gert til þess að efla slíkt. Þarna verður oft meiri skörun á milli einkalífs og vinnu en í öðru vinnuverndarstarfi.
Ítarefni
- Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum 2008 - Vinnueftirlitið