Listi yfir atvinnusjúkdóma sem Vinnueftirlitið óskar eftir að séu tilkynntir

Listinn er byggður á „Commission Recommendation of 19. September 2003“ Evrópulista yfir atvinnusjúkdóma ( C(2003)3297)
 
Í Vinnuverndarlögunum nr. 46/1980, 79. gr. stendur „Læknir, sem kemst að því eða fær grun um að starfsmaður eða hópur starfsmanna hafi atvinnusjúkdóm, atvinnutengdan sjúkdóm eða hafi orðið fyrir öðrum skaðlegum áhrifum vegna starfa sinna, skal án ástæðulausrar tafar tilkynna það til Vinnueftirlits ríkisins“. 
 
Ofangreindur listi hefur verið lauslega þýddur og settur fram til þess að auðvelda læknum að sjá hvaða sjúkdómar það eru sem yfirvöld í Evrópu telja mikilvægt að tilkynna sem atvinnusjúkdóma (annex I). Grundvallaratriði er þó að rekja megi sjúkdóma þessa til vinnu. Þessi listi er ekki tæmandi og eru ákveðnir sjúkdómaflokkar sem þó stundum eru vinnutengdir, eins og t.d. geðsjúkdómar ekki taldir þarna með. Þrátt fyrir að sjúkdómar séu ekki á þessu lista þá er brýnt að tilkynna þá til Vinnueftirlitsins ef grunur leikur á um bein orsakatengsl við vinnu. 

Listinn er í eftirfarandi 5 köflum og birtur í heild hér fyrir neðan

  1. Sjúkdómar af völdum efna
  2. Húðsjúkdómar
  3. Sjúkdóma vegna innöndunar á efnum eða efnaþáttum
  4. Smit og snýkjudýrasjúkdómar
  5. Sjúkdómar af völdum eðlisfræðilegra þátta
Grundvallaratriði er að rekja megi sjúkdóma á listanum til vinnu til að þeir teljist atvinnusjúkdómar.
 
Markmið með því að setja listann á heimasíðu Vinnueftirlitsins er að svara því kalli lækna, sjúklinga, starfsmanna og atvinnurekenda að fá upplýsingar til að auðvelda ákvarðanatöku um hvað eru atvinnusjúkdómar. Einnig getur listi sem þessi nýst heilsuvernd á vinnustað, við gerð áhættumats og forvarnastarf á vinnustað.
 
Listinn hefur ekki verið færður inn í íslenska tryggingarlöggjöf en rétt er að minna á skyldur vinnuveitenda um að tryggja öruggt og heilsusamlegt vinnuumhverfi.

1. Sjúkdómar af völdum eftirtalinna efna 

100 Acrylonitrile 
101 Arsenik og sambönd þess 
102 Beryllium (glucinium) eða sambönd þess 
103.01 Kolmónoxíð 
103.02 Carbon oxychloride 
104.01 Hydrocyanic acid 
104.02 Cyanides and compounds thereof 
104.03 Isocyanates 
105 Kadmíum eða sambönd þess 
106 Króm eða sambönd þess 
107 Kvikasilfur eða sambönd þess 
108 Magnesíum eða sambönd þess 
109.01 Nitric acid 
109.02 Könnunarefnis oxíð 
109.03 Ammoníak 
110 Nikkel eða sambönd þess 
111 Fosfór eða sambönd hans 
112 Blý og sambönd þess 
113.01 Brennisteinsoxíð 
113.02 Brennisteinssýra 
113.03 Carbon disulphide 
114 Vanadium eða sambönd þess 
115.01 Klór 
115.02 Bróm 
115.04 Joð 
115.05 Flúor og sambönd hand 
116 Aliphatic eða  alicyclic hydrocarbons gerð úr  bensíngufu eða bensíni 
117 Halogenated afleiður aliphatic eða alicyclic hydrocarbons 
118 Butyl, methyl og isopropyl alcohol 
119 Ethylene glycol, diethylene glycol, 1,4-butanediol og nitur afleiður  glycols og eða glycerol 
120 Methyl ether, ethyl ether, isopropyl ether, vinyl ether, dichloroisopropyl ether, guaiacol, methyl ether og ethyl ether frá ethylene glycol 
121 Acetone, chloroacetone, bromoacetone, hexafluoroacetone, methyl ethyl ketone, methyl n-butyl ketone, methyl isobutyl ketone, diacetone alcohol, mesityl oxide, 2-methylcyclohexanone 
122 Organophosphorus esters 
123 Organic acids 
124 Formaldehyde 
125 Aliphatic nitur afleiður 
126.01 Benzene eða hlutar þar (hlutar þar af eru skilgreindir með jöfnunni: CnH2n-6) 
126.02 Naphthalene eða naphthalene hlutar þar af(hlutar af naphthalene eru skilgreindir með jöfnunni: CnH2n-12) 
126.03 Vinylbenzene og divinylbenzene 
127 Halogen  afleiður   aromatic hydrocarbons 
128.01 Phenols eða hlutar þar af eða halogen  afleiður af því 
128.02 Naphthols eða hlutar þar af eða halogen  afleiður af því 
128.03 Halogen afleiður alkylaryl oxides 
128.04 Halogen afleiður alkylaryl sulfonates 
128.05 Benzoquinones 
129.01 Aromatic amines eða aromatic hydrazines eða halogenated, phenolic, nitrified, nitrated eða sulfonated afleiður af því 
129.02 Aliphatic amines og halogen afleiður af því 
130.01 Nitur afleiður aromatic hydrocarbons 
130.02 Nitur afleiður phenols eða hluta þeirra 
131 Antimony og afleiður þess 
132 Nitric acid esters 
133 Hydrogen sulphide 
135 Heilaáverkar (Encephalopathies) vegna lífrænna leysiefna 
136 Fjöltaugabólgur  vegna lífrænna leysiefna

2. Húðsjúkdómar sem ekki falla undir aðra liði 

201 Húðsjúkdómar og krabbamein í húð vegna: 
201.01 Sóts 
201.03 tjöru 
201.02 Bitumen 
201.04 Pitch 
201.05 Anthracene eða sambanda þess 
201.06 Olíu ( mineral oil) 
201.07 Crude paraffin 
201.08 Carbazole eða sambanda þess 
201.09 Fylgiefna við kolavinnslu 
202 Átvinnuhúðsjúkdóma orsakaða af vísindalega viðurkenndum ofnæmisvökum eða ertandi efnum  sem ekki er getið annars staðar. 

3. Sjúkdóma vegna innöndunar á efnum eða efnaþáttum sem ekki er getið annars staðar 

301 Sjúkdómar í öndunarvegi og krabbamein 
301.11 Silicosis ( steinlungu) 
301.12 Silicosis ( steinlungu) í tengslum við berkla 
301.21 Asbestosis 
301.22 Fleiðruþekjuæxli eftir innöndun asbests ryks 
301.31 Pneumoconioses vegna ryks frá silikötum 
302 Fylgikvillar asbestosu í lungnaberkjum 
303 Lungna  berkju kvilla vegna  sindraðra málma 
304.01 Extrinsic allergic alveolites 
304.02 Lungnasjúkdómar vegna innöndunar á ryk eða þráður frá bómull, hör, hampi, basti, sísalhampi og “bagasse” 
304.04 Öndunarfærasjúkdómar vegna innönduarryks frá Kóbalti, tini, baríum and grafíti. 
304.05 Siderosis 
305.01 Krabbamein í efri öndunarvegi vegna innöndunar á timburryki 
304.06 Ofnæmis asthmi orsakur af innöndun efna sem sýnt hefur verið fram á að tengist ákveðinni tegund vinnu. 
304.07 Ofnæmis nefrennsli  orsakað af innöndun efna sem sýnt hefur verið fram tengist ákveðinni tegund vinnu. 
306 Bandvefsmyndakvillar  tengdir fleiðru sem leiða til öndunarteppu orsakaðir af asbesti 
307 Langvinn lungnateppa eða herpa meðal námumanna í neðanjarðar kolanámum  
308 Lungnakrabbi eftir innöndun asbestsryks 
309 Berkju og lungnakvillar tengdir innöndun ryks eða gufu frá  áli eða samböndum þess 
310 Berkju og lungnakvillar orsakaðar af  gjalli

4. Smit og snýkjudýrasjúkdómar 

401 Smit og snýkjudýrasjúkdómar  sem berast frá dýrum,eða dýraleifum í menn  
402 Stífkrampi 
403 Brucellosis 
404 Lifrarbólgur af völdum veira 
405 Berklar 
406 Amoebiasis 
407 Aðrir smitsjúkdómar sem orsakast af vinnu vegna heilsuverndar, heilbrigðisstarfsemi eða tengdri starfsemi þar sem hætta á smiti er sönnuð

5. Sjúkdómar af völdum eftirtalinna eðlisfræðilegra þátta 

502.01 Drer á auga vegna hitageislunar 
502.02 Hvarmabólga í framhaldi af útfjólublárri geislun  
503 Heyrnardeyfa eða heyrnarleysi vegna hávaða 
504 Sjúkdómar vegna breytinga á loftþrýstingi 
505.01 Lið eða beinsjúkdómar handa og úlnliðs vegna titrings af völdum véla eða tækja  
505.02 Angioneurotic sjúkdómar vegna titrings af völdum véla eða tækja  
506.10 Sjúkdómar í liðpokum vegna þrýstings 
506.11 Belgbólga undir eða ofan á hnéskel 
506.12 Olnbogabelgbólga 
506.13 Axlarliðsliðpokabólga 
506.21 Sjúkdómar vegna of álags á sinaskeiðar 
506.22 Sjúkdómar vegna ófálags á beinhimnur 
506.23 Sjúkdómar vegna of álags á vöðva- eða sinafestur 
506.30 Brjóskþófaskemmd eftir langvarandi vinnu á hnjám, krjúpandi eða á hækjum sér. 
506.40 Lömun á taugum vegna þrýstings 
506.45 Carpal tunnel heilkenni 
507 Miner's nystagmus 
508 Sjúkdómar vegna jónandi geislunar.