OiRA - rafrænt áhættumat

Vinnueftirlitið hefur gefið út rafrænt verkfæri til að gera áhættumat. Verkfærið er auðvelt í notkun, ókeypis og opið öllum. Í verkfærinu eru settar fram tillögur og dæmi um úrbætur í vinnuumhverfinu. Einnig eru tilvísanir í lög og reglur og fjöldi mynda til útskýringar. Verkfærið metur áhættu fyrir notandann og sér um að skrifa lokaskýrslu.

Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni og hagsmunaaðilar á vinnumarkaði standa saman að gerð áhættumatsverkfæra undir nafninu OiRA sem stendur fyrir Online interactive Risk Assessment, eða á íslensku; rafrænt gagnvirkt áhættumat.

OiRA verkfæri fyrir rafrænt áhættumat eru fyrst og fremst hugsuð fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Í dag taka 16 Evrópuríki þátt í þróun verkfæra og fleiri verkfæri eru á leiðinni.

OiRA verkfæri

  1. Vinna á skrifstofu
  2. Veitingahús og mötuneyti
  3. Hársnyrtistofur
  4. Landbúnaður
  5. Vinna við rafmagn

Rafræn verkfæri fyrir efnaáhættur

  1. Hættuleg efni