Líkamlegt álag

Líkamsbeiting - vinnustellingar

Sýnt hefur verið fram á að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu og því ærin ástæða til að vinna að forvörnum gegn slíku. Atvinnurekendum ber að sjá til þess að gerð sé áhættugreining á vinnustað svo koma megi í veg fyrir heilsutjón. Til að auðvelda atvinnurekendum og starfsmönnum að koma auga á hugsanlegar hættur í vinnuumhverfinu sem geta valdið heilsutjóni vegna líkamlegs álags, meta hætturnar og finna leiðir til úrbóta hefur verið gefin út bæklingurinn Líkamlegt álag við vinnu, vinnustellingar, þungar byrðar og einhæfar hreyfingar.

Þá gætu meðfylgjandi ráð til að bæta vinnuaðstöðu og líkamsbeitingu við vinnu komið að gagni.

Jafnframt hafa verið gefnir út eftirfarandi þrír sértækir vinnuumhverfisvísar til að auðvelda atvinnurekendum og starfsmönnum að meta vinnuna með tilliti til líkamlegs álags. Þeir byggja á upplýsingum sem er að finna í bæklingunnum:

Til grundvallar bæklingnum um líkamlegt álag við vinnu, vinnustellingar, þungar byrðar og einhæfar hreyfingar liggur Norrænt matskerfi til að meta heildarálag á hreyfi- og stoðkerfi  og reglur nr 499/1994 um öryggi við að handleika byrðar.  

Samkvæmt fyrrgreindum reglum (499/1994) skal atvinnurekandi gera ráðstafanir eða nota viðeigandi léttitæki, einkum vélbúnað, til að komast hjá því að starfsmenn lyfti byrðum eða færi úr stað. Þegar ekki verður komist hjá slíku skal atvinnurekandinn skipuleggja vinnuaðstæður, nota viðeigandi búnað eða sjá starfsmönnum fyrir léttitækjum til að daga úr þeirri áhættu sem felst í starfi þeirra. 

Jafnframt er kveðið á um það í reglunum að atvinnurekendum beri að tryggja að starfsmenn fái tilsögn í réttri líkamsbeitingu, kennslu í réttri notkun léttitækja og upplýsingar um þá áhættu sem þeir kunna að taka, einkum ef verkin eru ekki unnin rétt.

Norrænt matskerfi fyrir hreyfi- og stoðkerfi

Norræna matskerfið til að meta heildarálag á hreyfi- og stoðkerfið var þróað í norrænu samstarfi 1994. Í norræna matskerfinu er leitast við að gera heildarmat á líkamlegu álagi vegna vinnustellinga, einhæfra hreyfinga og vinnu við að lyfta þungum byrðum. Álag er metið með þrískiptum kvarða og flokkað í litakerfi þ.e. rautt, gult eða grænt eftir því hve mikil áhættan telst vera. 

Norræna matskerfið var fyrst kynnt í heftinu Varnir gegn álagseinkennum, þróun aðferða til að meta álag og vinnuskilyrði á Norðurlöndum sem gefið var út 1994. Það hefur verið notuð á Norðurlöndunum og víðar og hentar við mat á líkamlegu álagi í flestum starfsgreinum (sjá nánar).

Fræðsluefni um líkamlegt álag í vinnu