Félagslegt vinnuumhverfi

Vinnustaðurinn er í flestum tilfellum flókið samspil milli samstarfsmanna, undir og yfirmanna og þeirra sem njóta þjónustu eða verka vinnustaðarins. Þetta samspil þarf að vera í góðum farvegi til þess að viðhalda og bæta heilsu okkar.

Margir þættir sem falla undir þennan lið. Skipulag vinnustaðarins er ákveðinn hornsteinn í félagslegum vinnuumhverfi en ekki síður það vinnulag sem myndast vegna samskipta sem við þurfum að eiga vegna verkefnanna.

Fræðslu og ítarefni

  • Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum (2008)
  • Vinnuumhverfisvísir - Félagslegur og andlegur aðbúnaður á vinnustað
  • Norræni spurningalistinn um sálfélagslega þætti í vinnunni (General Nordic Questionnaire for Psychological and Social Factors at Work - QPS Nordic) til í tveimur útgáfum þ.e. lengri og styttri útgáfu. Spurningalistinn er gefinn út af Norrænu ráðherranefndinni. Hólmfríði K. Gunnarsdóttur þýddi spurningalistann árið 2004.

Norrænn spurningarlisti um sálfélagslegt vinnuumhverfi

 Ítarlegur spuringarlisti um sálfélagslegt vinnuumhverfi hefur verið þróaður fyrir tilstuðlan norrænu ráðherranefndarinnar og er hann grundvöllur að í mörgum rannsóknum sem Vinnueftirlitið hefur komið er lúta að sálfélagslegu vinnuumhverfi. Þessi listi er ítarlegur en til eru viðmiðunareinkunnir varðandi einstaka liði sem gera það auðveldar að túlka hann.

Nálgast má Norræna spurningalistann hér á heimasíðunni.

Eldra efni