Aðbúnaður

Gott vinnuumhverfi og heilsusamlegt er hluti af grundvallar mannréttindum. Vinna er grundvöllur velferðar okkar og velmegunar  en þrátt fyrir þetta þá er vinnuumhverfi endurtekið með þeim hætti að það hefur slæm áhrif á heilsu starfsmanna.

Vinnustaðurinn er í flestum tilfellum flókið samspil milli samstarfsmanna, undir- og yfirmanna og þeirra sem njóta þjónustu eða verka vinnustaðarins. Þetta samspil þarf að vera í góðum farvegi til að viðhalda og bæta heilsu okkar.

Margir þættir sem falla undir þennan lið. Skipulag vinnustaðarins er ákveðinn hornsteinn í félagslegum vinnuumhverfi en ekki síður það vinnulag sem myndast vegna samskipta sem við þurfum að eiga vegna verkefnanna.

Sýnt hefur verið fram á að líkamleg álagsmein eru meðal algengustu orsaka þess að fólk er frá vinnu og því ærin ástæða til að sinna að forvörnum gegn slíku. Atvinnurekendum ber að sjá til þess að gerð sé áhættugreining á vinnustað svo koma megi í veg fyrir heilsutjón.

Vinnueftirlitið hefur leiðbeinandi hlutverk og eftlitsskyldu í eineltismálum. Stofnuninni ber ennfremur að vinna að forvörnum t.d. með leiðbeiningum og fræðslu og sjá til þess að atvinnurekandi grípi til viðeigandi úrbóta á vandamálum í vinnuumhverfinu.