Vinnuvernd
Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs og byggir starfsemi sína á samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Eftirlitið beinist í meginatriðum að því að sannreyna að fyrirtækin viðhafi forvarnastarf og að aðstæður á vinnustöðum séu í samræmi við lög og reglur.