Vinnuvélaflokkar

Upplýsingar um skráningarkerfi vinnuvéla og tækja.

Skráningarnúmer vinnuvéla og tækja eru með tveimur bókstöfum og fjórum tölustöfum. Fyrri bókstafur í skráningarnúmeri gefur til kynna að vélin eða tækið tilheyri tilteknum hópi vinnuvéla eða tækja en síðari bókstafurinn flokkum innan hópsins. Einnig er hægt að kalla þetta yfirflokka og undirflokka. Fyrri bókstafurinn er einnig tenging við réttindaskírteini vinnuvélstjóra. Tölustafirnir eru raðnúmer innan tiltekinna flokka og ásamt bókstöfunum tveimur er það skráningarnúmer tiltekinnar vinnuvélar eða tækis.

Skráningarflokkar vinnuvéla og tækja, raðað í stafrófsröð.

AB. Byggingakranar.
AH. Hafnarkranar og iðnaðarkranar, lyftigeta > 18 tm.
BB. Grindarbómukranar á beltum, lyftigeta > en 18 tm.
BG. Grindarbómukranar á hjólum,lyftigeta > 18 tm.
BH. Hleðslukranar, lyftigeta > 18 tm.
BS. Vökvakranar með skotbómu, lyftigeta > 18 tm.
CA. Hafnarkranar og löndunarkranar, lyftigeta ≤ 18 tm.
CB. Brúkranar, lyftigeta > 1000 kg.
CD. Hlaupakettir og talíur, lyftigeta > 1000 kg.
CI. Iðnaðarkranar, lyftigeta > 1000 kg.
DA. Farandkranar, lyftigeta ≥ 1000 kg en ≤ 18 tm.
DK. Körfukranar og körfulyftur, lyftigeta > 150 kg.
DS. Steypudælukranar.
EA. Gröfur á hjólum með 360° snúning, eiginþyngd > 4 tonn.
EB. Gröfur á beltum með 360° snúning, eiginþyngd > 4 tonn.
EH. Gröfur á hjólum(traktorsgröfur), eiginþyngd > 4 tonn.
EK. Gröfur á hjólum, ekki gerðar til aksturs, eiginþyngd > 4 tonn.
FB. Ámokstursskóflur (beltaskóflur) á beltum. eiginþyngd > 4 tonn.
FH. Ámokstursskóflur á hjólum (hjólaskóflur), eiginþyngd > 4 tonn.
GB. Jarðýtur, eiginþyngd > 4 tonn.
GS. Borvagnar og bortæki, eiginþyngd > 4 tonn.
HV. vegheflar, eiginþyngd > 4 tonn.
IA. Dráttartæki, hreyfill > 15 kW.
IB. Sopar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW.
ID. Dráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill > 15 kW.
IF. Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar o.fl., ökuhraði ≤ 30 km/klst,burðarg. > 5 tonn.
II. Sérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill > 15 kW.
IM. Gröfur og skóflur, eiginþyngd ≤ 4 tonn.
IS. Snjótroðarar, hreyfill > 15 kW.
IT. Dráttartöggar, hreyfill > 15 kW.
JF. Lyftarar með skotbómu, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju.
JL. Lyftarar, lyftigeta ≥ 1,2 tonn en ≤ 10 tonn miðað við 0,6 m hlassmiðju.
JV. Afgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill > 15 kW.
KG. Lyftarar, lyftigeta > 10 tonn.
KL. Lyftarar með skotbómu, lyftigeta > 10 tonn.
LS. Valtarar, hreyfill > 15 kW.
MM. Útlagningarvélar og fræsarar, hreyfill > 15 kW.
NB. Bílalyftur, gerðar til að lyfta ökutækjum.
NC. Bílalyftur, vökvalyftur með tjökkum í gólfi, gerðar til að lyfta ökutækjum.
NF. Fólkslyftur.
NG. Fólks og vörulyftur.
NH. lyftur fyrir fólk með fötlun.
NL. Lyftipallar.
NM. Þjónustulyftur, burðargeta > 10 kg en < 100 kg.
NR. Rennistigar og færibönd til fólksflutninga.
NV. Vörulyftur, burðargeta > 100 kg.
OB. Togbrautir fyrir skíðafólk.
OS. Stólalyftur.
OT. Toglyftur fyrir skíðafólk.
PH. Hleðslukranar, lyftigeta > 8 tm en ≤ 18 tm.
RB. jarðborar, eiginþyngd ≤ 10 tonn.
RM. Jarðborar sem geta flutt sig úr stað fyrir með vélarafli, eiginþyngd > 10 tonn.
RS. Jarðborar sem ekki geta flutt sig úr stað með eigin vélarafli.
SA. Valtarar, sópar, snjóplógar o.fl, tæki sem ekki geta flutt sig úr stað m. eigin vélarafli.
SB. Lyftibúnaður á ökutækjum, s.s hleðslukranar lyftigea ≥ 1000 kg en ≤ 8 tm.
SD. Garðaúðunartæki.
SE. Sláttuvélar og ýmis flutningatæki, hreyfill > 10 kW en ≤ 15 kW.
SF. Brjótar og kurlarar, hreyfill > 15 kW.
SH. Hörpur gerðar til flokkunar á jarðefnum.
SI. Stór vélknúin leiktæki.
SJ. Minni vélknúin leiktæki.
SK. Minni gerð af vélknúnum hringekjum.
SL. Minnsta gerð af vélknúnum leiktækjum.
SM. Lyftitæki gerð fyrir akstur, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð > 0,4 m en < 2,5 m.
SN. Flutningatæki, lyftigeta ≥ 1 tonn og lyftihæð < 0,4 m.
VA. Gámarammar.
VB. Lyftiverkpallar og byggingalyftur.
VD. Lyftibúnaður (brettaskápar, herðatré og fleira).
VH. Körfur gerðar til að lyfta fólki með lyftara eða hífa fólk með krana.
VL. Lyftiverkpallar, t.d. skæralyftur o.fl. turnlyftur.
VP. Hengiverkpallar.
XA. Lausir geymar, flokkur 2, gas.
XB. Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 2, gas.
XD. Fastir geymar á vögnum, flokkur 2, gas.
YA. Lausir geymar, flokkur 3, eldfimir vökvar.
YB. Fastir geymar á ökutækjum, flokkur 3, eldfimir vökvar.
YD. fastir geymar á vögnum, flokkur 3, eldfimir vökvar.
ZA. Eimkatlar I.
ZB. Eimkatlar II.
ZD. Eimkatlar I.
ZF. Vatnshitunarkerfi.
ÖA. Sprengiefnakistur, flokkur I.
ÖB. Sprengiefnagámar, flokkur II.