Hermar fyrir vinnuvélar
Vinnuvélanámskeið og réttindi
![]() |
Vinnueftirlitið býður upp á kennslu í hermum fyrir vinnuvélar bæði til verklegrar próftöku og til verklegrar þjálfunar stjórnenda vinnuvéla. |
![]() |
Państwowa Inspekcja Pracy oferuje szkolenia na symulatorach sprzętu ciężkiego pod kątem egzaminów oraz praktycznych treningów ich obsługi. |
![]() |
Vinnueftirlitið - the Administration of Occupational Safety and Health offers heavy machinery operator training courses with operator training simulators for both practical tests and for practical training for heavy machinery operators. |
Til að geta öðlast réttindi til að stjórna vinnuvél þarf viðkomandi að vera orðin 17 ára, hafa ökuréttindi á bifreið og hafa lokið tilskildu námi og þjálfun. Námskeiðunum lýkur með prófi sem veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Að lokinni verklegri þjálfun í kennsluhermunum fer fram verklegt próf í hermunum. Að loknu verklegu prófi er sótt um vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél.
1. Ökuréttindi |
2. Nám |
3. Verkleg_þjálfun |
4. Verklegt_próf |
5. Vinnuvélaréttindi |
---|---|---|---|---|
Til að geta öðlast vinnuvélaréttindi þarf að hafa náð 17 ára aldri og að vera með ökuréttindi á bifreið. | Séu ökuréttindi til staðar er hægt að taka frumnámskeið og bóklegt próf. | Að loknu frumnámskeiði er hægt að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara. Vinnueftirlitið býður upp á þjálfun í kennsluhermum á tilteknar vinnuvélar undir leiðsögn kennara. |
Verklegt próf getur farið fram að lokinni verklegri þjálfun. Vinnueftirlitið býður upp á verkleg próf í vélahermum á tilteknar vinnuvélar. |
Þegar nemandi hefur lokið verklegu prófi getur hann sótt um vinnuvélaskírteini sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél. |
BÓKA FRUMNÁMSKEIÐ | BÓKA ÆFINGATÍMA Í HERMI | BÓKA PRÓF Í HERMI |
Ath! - Skila þarf inn beiðni um æfingatíma eða próftöku í vélahermi áður en tíminn hefst.
Hingað til hafa verkleg próf eingöngu verið framkvæmd við misjafnar aðstæður á vinnustöðum þar sem vélarnar eru í notkun. Í hermunum er hins vegar hægt að prófa á samræmdan hátt með stöðluðum aðferðum og við öruggar aðstæður.
Hermarnir nýtast til að öðlast réttindi í eftirfarandi vélaflokkum:
Kranaflokkur A
Staðbundnir kranar (byggingakranar)
Hafnarkranar, lyftigeta > 18 tm
Kranaflokkur B
Grindabómukranar, lyftigeta > 18 tm
Hleðslukranar, lyftigeta > 18 tm
Vökvakranar með skotbómu, lyftigeta > 18 tm
Kranaflokkur P
Hleðslukranar, lyftigeta 8 - 18 tm
Jarðvinnuvélar í flokki E
Gröfur á hjólum/beltum með 360°snúning, eiginþyngd yfir 4 tonn
Gröfur á hjólum (traktorsgröfur), eiginþyngd yfir 4 tonn
Jarðvinnuvélar í flokki F
Ámokstursskóflur á beltum, eiginþyngd yfir 4 tonn
Ámokstursskóflur á hjólum, eiginþyngd yfir 4 tonn
Jarðvinnuvélar í flokki I
Dráttartæki, hreyfill > 15 kW
Sopar, snjóplógar og blásarar, vélbörur o.fl., hreyfill > 15 kW
Dráttarvélar með tækjabúnaði, hreyfill > 15 kW
Efnisdælur, blöndunarvélar, dembarar
Sérbúnar vinnuvélar í iðjuverum, hreyfill > 15 kW
Gröfur og skóflur, eiginþyngd ≤ 4 tonn
Snjótroðarar, hreyfill > 15 kW
Dráttartöggar, hreyfill > 15 kW
Jarðvinnuvélar í flokki J
Lyftarar með mastur/skotbómu, lyftigeta 1 - 10 tonn
Afgreiðslutæki á flugvöllum, hreyfill > 15 kW
Staðsetning:
Vinnueftirlitið
Dvergshöfða 2, annarri hæð
110 ReykjavíkFyrirspurnir og nánari upplýsingar sendist á netfangið vvs@ver.is
Hermarnir eru af gerðinni Vortex frá fyrirtækinu CM Labs .