Markaðseftirlit

Skv. k. lið 75. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum, ber Vinnueftirlitinu að annast markaðseftirlit með vélum, tækjum og öðru er fellur undir lögin.

Þær reglur og reglugerðir sem heyra undir markaðseftirlit stofnunarinnar og tilskipanirnar sem þær innleiða eru taldar upp hér að neðan. Þessi ákvæði hafa það sameiginlegt að varða vörur sem notaðar eru af starfsmönnum við vinnu en snúa í vissum tilvikum einnig að almennum notendum.

Markaðseftirlit Vinnueftirlitsins stuðlar því að öryggi starfsmanna á vinnustöðum og öryggi almennra neytenda. 

Vinnueftirlitið  hefur markaðseftirlit með eftirfarandi varningi;

(smellið hér fyrir nánari upplýsingar um reglugerðirnar og staðla)

 1. færanlegum þrýstibúnaði, sbr. reglur nr. 218/2013 um færanlegan þrýstibúnað sem innleiddi tilskipun nr. 2010/35/EB,
 2. úðabrúsum sbr. ákvæði reglugerðar nr. 260/2012 um úðabrúsa sem sett er til innleiðingar á tilskipun nr. 75/324/EBE, með síðari breytingum,
 3. vélum og tækjum sbr. reglugerð nr. 1005/2009 um vélar og tæknilegan búnað, reglugerðin innleiddi tilskipun nr. 2006/42/EB.  Ekki er hægt að telja upp þær vélar tæmandi sem hér um ræðir, en sem dæmi má nefna vinnuvélar (gröfur, lyftarar o.sv.fr.), færibönd, fiskvinnsluvélar og vélsagir,
 4. fólkslyftum og fólks- og vörulyftum, sbr. reglugerð nr. 341/2003 um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur sem innleiddi tilskipun nr. 95/16/EB með síðari breytingum,
 5. togbrautarbúnaði til fólksflutninga, sbr. reglugerð nr. 668/2002 um togbrautarbúnað til fólksflutninga,  sem innleiddi tilskipun nr. 2000/9/EB,
 6. þrýstibúnaði, sbr. reglur nr. 571/2000 um þrýstibúnað,  sem innleiddi tilskipun nr. 97/23/EB,
 7. tækjum sem brenna gasi, sbr. reglur nr. 108/1996 um tæki sem brenna gasi, sem innleiddi tilskipun nr. 90/396/EBE,
 8. fjöldaframleiddum, einföldum þrýstihylkjum, sbr. reglur nr. 99/1996 um einföld þrýstihylki,  sem innleiddi tilskipun nr. 87/404/EB,
 9. brunahreyflum færanlegra véla sem notaðar eru utan vega, sbr. reglugerð nr. 465/2009 sem innleiddi tilskipun nr. 93/15/EBE,
 10. persónuhlífum sbr. ákvæði reglna nr. 501/1994 um gerð persónuhlífa, sem sett er til að innleiða tilskipun 89/686/EBE með síðari breytingum,
 11. sprengiefni, sbr. reglugerð nr. 684/1999 sem sett er til innleiðingar á tilskipun 93/15/EBE,
 12. vélum sbr. ákvæði reglna nr. 279/2003 um hávaðamengun í umhverfinu af völdum tækjabúnaðar til notkunar utanhúss, sbr. ákvæði tilskipunar nr. 2000/14/EB.