Vörulyftur
Vörulyftum er skip í tvo flokka:
-
Lyftur sem eingöngu eru ætlaðar til vöruflutninga á milli hæða eða palla í byggingum, burðageta meiri en 100 kg.
-
Lyftur sem eingöngu eru ætlaðar til vöruflutninga á milli hæða eða palla í byggingum , burðargetan 100 kg eða minna.
Um vörulyftur gildir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað nr.1005/2009. Einnig reglugerð um skráningu, eftirlit og umsjón með lyftum og lyftibúnaði til fólks- og vöruflutninga nr. 54/1995 og eru skoðunarskyldar annað hvert ár.