Skíðalyftur

Skíðalyftum er skipt í þrjá flokka:
  • Stólalyftur gerðar til að flytja farþega í sætum eða klefa á milli endastöðva. Stólalyftur eru með möstur á milli endastöðva.
  • Toglyftur gerðar til að draga fólk á skíðum eða brettum á milli endastöðva. Toglyftur eru með möstur á milli endastöðva.
  • Togbrautir gerðar til að draga fólk á skíðum eða brettum á milli endastöðva. Togbrautir eru ekki með möstur á milli endastöðva.
Um skíðalyftur gildir reglugerð um togbrautarbúnað til fólksflutninga nr. 668/2002 og eru þær skoðunarskyldar einu sinni á ári.