Fólkslyftur

Fólkslyftum og fólks- og vörulyftum er skipt í tvo flokka:
  • Fólkslyftur, lyftur í byggingum sem eingöngu eru ætlaðar til að flytja fólk á milli hæða.
  • Fólks- og vörulyftur, lyftur í byggingum sem gerðar eru til að flytja fólk eða fólk og vörur á milli hæða.
Um fólkslyftur og fólks og vörulyftur gildir reglugerð um fólkslyftur og fólks- og vörulyftur nr. 341/2003. Einnig reglugerð um skráningu, eftirlit og umsjón með lyftum og lyftibúnaði til fólks- og vöruflutninga nr. 54/1995 og eru skoðunarskyldar einu sinni á ári.

Lyftur fyrir fólk með fötlun

  • Lyftur sem gerðar eru fyrir fólk, stóll eða pallur sem gengur eftir braut við stiga, eða pallur sem fer lóðrétt á milli hæða.
Um lyftur fyrir fólk með fötlun gildir reglugerð um vélar og tæknilegan búnað nr.1005/2009. Einnig reglugerð um skráningu, eftirlit og umsjón með lyftum og lyftibúnaði til fólks- og vöruflutninga nr. 54/1995 og eru skoðunarskyldar einu sinni á ári.

Rennistigar og fólksflutningabönd

  • Rennistigar og fólksflutningabönd, hallandi lyftibúnaður gerður til að flytja fólk á milli hæða í byggingum.