Vélar og tæki

  • Beltagrafa að störfum

Skráningarnúmer vinnuvéla og tækja eru með tveimur bókstöfum og fjórum tölustöfum. Fyrri bókstafur í skráningarnúmeri gefur til kynna að vélin eða tækið tilheyri tilteknum hópi vinnuvéla eða tækja en síðari bókstafurinn flokkum innan hópsins.


Þrýstibúnaður

Þegar rætt er um þrýstibúnað er verið að tala um margs konar kerfi sem vinna undir þrýstingi. Um getur verið að ræða búnað sem notaður er víða, allt frá kaffivélum sem nota gufu og upp í stóra gufukatla í fiskimjölsverksmiðjum.

Nánar

Vinnuvélar

Farandvél er tæki sem getur flutt sig úr stað með eigin aflvél. Farandvinnuvél er tæki sem er hvort tveggja í senn farandvél og vinnuvél. Vinnuvél er tæki, sem knúið er af aflvél og hægt að vinna með nánar tiltekin störf.

Nánar

Lyftur

Lyftum sem Vinnueftirlitið hefur eftirlit með er skipt niður í fjóra meginflokka;

Fólkslyftur, vörulyftur, bílalyftur, og skíðalyftur.

Nánar

Markaðseftirlit

Vinnueftirlitið fer með markaðseftirlit með varningi í skilningi 15 tilskipana ESB, af þeim eru 8 þeirra nýaðferðartilskipanir. Þær varða vörur sem notaðar eru af starfsmönnum við vinnu.

Nánar