Verðskrá

Gjaldskrá fyrir sérstök eftirlits- og þjónustustörf

Verð fyrir sérstök eftirlits- og þjónustustörf Vinnueftirlitsins eru ákvörðuð í gjaldskrá sem gefin er út af velferðarráðuneytinu og auglýst í Stjórnartíðindum. 
Verð fyrir eigendaskipti, verkleg próf og skírteini er ákvarðað í sömu gjaldskrá.

Námskeið

Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði, ýmis námskeið í vinnuvernd, áhættumatsnámskeið, ADR námskeið (flutningur á hættulegum farmi), stjórnun vinnuvéla, sprengiefni, asbestverkefni o.s.frv.

Útseld þjónusta

Vinnueftirlitið býður upp á fyrirlestra af ýmsum toga, mælingar á umhverfisþáttum og þrýstiraunir.

Rafræn miðlun upplýsinga úr vinnuvélaskrá

Boðið er upp á beinan aðgang að vinnuvélaskrá og einnig einstaka lista úr vinnuvélaskrá.

Greiðsluskilmálar

Greiðsluskilmálar Vinnueftirlitsins gilda fyrir allar þær vörur eða þjónustu sem Vinnueftirlitið býður upp á hverju sinni.