Störf í boði hjá Vinnueftirlitinu

- vilt þú slást í hópinn?

Hjá Vinnueftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga við fjölbreytt og spennandi störf.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi ásamt tækifærum til að auka færni sína og þróast í starfi.

Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi og hér að neðan. Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfsauglýsingum þar eða hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Þjónustufulltrúi

Vinnueftirlitð óskar eftir að ráða þjónustufulltrúa. Um er að ræða nýtt starf og því tækifæri til að móta það með yfirmanni sviðsins. Starfshlutfall er 100% og starfsstöð er í Reykjavík.

Starfssvið:

 • Almenn skrifstofustörf
 • Umsjón með skráningu og skjalavörslu á sviðinu
 • Skráning og önnur umsýsla vegna funda og námskeiða
 • Útsending bréfa og eftirfylgni mála
 • Ytri og innri samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Menntun sem nýtist í starfi
 • Reynsla af sambærilegu skrifstofustarfi
 • Góð almenn færni á tölvur
 • Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku
 • Frumkvæði, skipulagshæfni og sjálfstæði í starfi
 • Ríkulegur þjónustuvilji og lipurð í mannlegum samskiptum

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Svava Jónsdóttir, sviðsstjóri (svava (hjá) ver.is) í síma 550 4600 og Ari Eyberg (ari (hjá) intellecta.is) í síma 511 1225. Umsóknarfrestur er til og með 22. maí 2018. Umsókn skal fyllt út á heimasíðu Intellecta; www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilsskrá og kynningarbréf.

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.