Störf í boði hjá Vinnueftirlitinu

- vilt þú slást í hópinn?

Hjá Vinnueftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga við fjölbreytt og spennandi störf.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi ásamt tækifærum til að auka færni sína og þróast í starfi.

Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi og hér að neðan. Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfsauglýsingum þar eða hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Eftirlitismenn við tækja- og vélaeftirlit

Vinnueftirlitið óskar að ráða tvo einstaklinga til starfa við tækja- og vélaeftirlit í fullu starfi.
Annað starfið er á höfuðborgarsvæðinu með aðsetur á Dvergshöfða 2, 110 Reykjavík og nær eftirlitssvæðið yfir höfuðborgarsvæðið
Hitt starfið er á Suðurnesjum með aðsetur að Krossmóum 4a, 260 Reykjanesbæ og nær eftirlitssvæðið yfir Suðurnesin.

Helstu verkefni:

  • Tækja- og vinnuvélaeftirlit, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
  • Fræðsla á námskeiðum

Menntunar- og hæfniskröfur:

  • Tæknimenntun, t.d. vélfræði, vélvirkjun eða bifvélavirkjun
  • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s. vinna við stjórn og/eða viðgerðir vinnuvéla
  • Skipulagshæfni, sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi
  • Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
  • Góð íslenskukunnátta í töluðu og rituðu máli
  • Góð enskukunnátta og kunnátta í Norðurlandamálum er kostur
  • Tölvufærni
  • Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi kostur
Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs. Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Vinsamlegast sækið um störfin á vef HH Ráðgjafar.
Umsóknarfrestur er til og með 5. nóvember nk.

Nánari upplýsingar um störfin veitir Hulda Helgadóttir hjá HH Ráðgjöf Ráðningarþjónustu í síma 561 5900. Einnig er hægt að senda fyrirspurn í tölvupósti á hulda@hhr.is

Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.