Störf í boði hjá Vinnueftirlitinu

- vilt þú slást í hópinn?

Hjá Vinnueftirlitinu starfar öflugur hópur sérfræðinga við fjölbreytt og spennandi störf.  Við kappkostum að bjóða starfsfólki upp á gott og fjölskylduvænt starfsumhverfi ásamt tækifærum til að auka færni sína og þróast í starfi.

Laus störf eru ávallt auglýst og má finna á Starfatorgi og hér að neðan. Við hvetjum áhugasama til að fylgjast með starfsauglýsingum þar eða hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Vinnueftirlitið - Sviðsstjóri fagsviðs efna, véla, tækja og mannvirkjagerðar

Vinnueftirlitið leitar af kraftmiklum leiðtoga í starf sviðsstjóra á sviði sem ber ábyrgð á fyrirtækjaeftirliti með efnum, vélum, tækjum og mannvirkjagerð ásamt því að sinna fræðslu og kynningarstarfi og rannsóknum á þessu sviði.

Um er að ræða mjög áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Staðan heyrir beint undir forstjóra. Starfshlutfall er 100% og er starfsstöðin í Reykjavík.

Helstu verkefni:

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins
 • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni starfsáætlana
 • Þáttaka í stefnumótun
 • Markmiðssetning og mat á árangri
 • Mannauðsstjórnun á sviðinu
 • Innri og ytri samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er skilyrði
 • Þekking og reynsla af stjórnun rekstrar og mannauðs
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð leiðtogahæfni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð skipulagshæfni
 • Metnaður og vilji til að ná árangri
 • Reynsla á sviði vinnuverndar, þ.m.t. öryggismál, er æskileg
 • Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku
 • Góð tölvufærni

Aðrar upplýsingar:

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um störfin veita Hanna S. Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlits ríkisins (hanna@ver.is) í síma 550 4600 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júni 2019.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Vinnueftirlitið - Sviðsstjóri fagsviðs sálfélagslegra þátta vinnuumhverfis

Vinnueftirlitið leitar af kraftmiklum leiðtoga í starf sviðsstjóra á sviði sem ber ábyrgð á fyrirtækjaeftirliti með sálfélagslegum þáttum vinnuumhverfis, aðbúnaði, hreyfi- og stoðkerfi og heilsueflingu ásamt því að sinna fræðslu og kynningarstarfi og rannsóknum á þessu sviði.

Um er að ræða mjög áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Staðan heyrir beint undir forstjóra. Starfshlutfall er 100% og er starfsstöðin í Reykjavík.

Helstu verkefni:

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins
 • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni starfsáætlana
 • Þáttaka í stefnumótun
 • Markmiðssetning og mat á árangri
 • Mannauðsstjórnun á sviðinu
 • Innri og ytri samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er skilyrði
 • Þekking og reynsla af stjórnun rekstrar og mannauðs
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð leiðtogahæfni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð skipulagshæfni
 • Metnaður og vilji til að ná árangri
 • Reynsla á sviði vinnuverndar, þ.m.t. öryggismál, er æskileg
 • Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku
 • Góð tölvufærni

Aðrar upplýsingar:

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um störfin veita Hanna S. Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlits ríkisins (hanna@ver.is) í síma 550 4600 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2019.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Vinnueftirlitið - Sviðsstjóri fagsviðs vinnuvéla

Vinnueftirlitið leitar af kraftmiklum leiðtoga í starf sviðsstjóra á sviði sem ber ábyrgð á eftirliti Vinnueftirlitsins með skráningarskyldum vinnuvélum, tækjum og lyftum.

Um er að ræða mjög áhugavert og fjölbreytt starf í krefjandi starfsumhverfi þar sem reynir á öguð vinnubrögð, ábyrgð og sjálfstæði.

Staðan heyrir beint undir forstjóra. Starfshlutfall er 100% og er starfsstöðin í Reykjavík.

Helstu verkefni:

 • Stjórnun og ábyrgð á daglegum rekstri sviðsins
 • Undirbúningur, gerð og eftirfylgni starfsáætlana
 • Þáttaka í stefnumótun
 • Markmiðssetning og mat á árangri
 • Mannauðsstjórnun á sviðinu
 • Innri og ytri samskipti

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi. Framhaldsmenntun er skilyrði
 • Þekking og reynsla af stjórnun rekstrar og mannauðs
 • Frumkvæði og sjálfstæði í vinnubrögðum
 • Góð leiðtogahæfni og góð hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð skipulagshæfni
 • Metnaður og vilji til að ná árangri
 • Reynsla á sviði vinnuverndar, þ.m.t. öryggismál, er æskileg
 • Góð færni í talaðri og skrifaðri íslensku og ensku
 • Góð tölvufærni

Aðrar upplýsingar:

Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna. Konur jafnt sem karlar eru hvött til að sækja um starfið.

Nánari upplýsingar um störfin veita Hanna S. Gunnsteinsdóttir forstjóri Vinnueftirlits ríkisins (hanna@ver.is) í síma 550 4600 og Ari Eyberg (ari@intellecta.is) í síma 511-1225.
Umsóknarfrestur er til og með 3. júní 2019.
Umsókn óskast fyllt út á www.intellecta.is og henni þarf að fylgja starfsferilskrá og kynningarbréf.

Vinnueftirlitið óskar að ráða eftirlitsmann til starfa við tækja- og vélaeftirlit á Austurlandi

Helstu verkefni eru:

 • Tækja- og vinnuvélaeftirlit, sbr. ákvæði laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum
 • Fræðsla á námskeiðum

Menntunar- og hæfniskröfur:

 • Tæknimenntun, t.d. vélfræði, vélvirkjun eða bifvélavirkjun
 • Þekking og reynsla sem nýtist í starfi sem þessu, s.s. vinna við stjórnun og/eða viðgerðir vinnuvéla
 • Skipulagshæfni, sjálfstæði, nákvæmni og frumkvæði í starfi
 • Sveigjanleiki og mikil hæfni í mannlegum samskiptum
 • Góð íslenskukunnátta og þjálfun í framsetningu ritaðs máls
 • Kunnátta í ensku og/eða Norðurlandamálum er æskileg
 • Tölvufærni
 • Reynsla af fræðslu- og kynningarstarfi kostur

Um er að ræða 100 % starf með aðsetur að Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum.
Eftirlitssvæðið nær yfir Austurland.

Æskilegt er að viðkomandi geti hafið störf sem fyrst.
Starfsþjálfun fer fram við upphaf starfs.
Laun eru skv. kjarasamningum opinberra starfsmanna.
Konur jafnt sem karlar eru hvattar til að sækja um starfið.

Vinsamlegast sækið um starfið á vef Starfatorgs.
Umsóknarfrestur er til og með 5. júní. nk.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Magnús Guðmundsson s. 550 4600.


Vinnueftirlitið er miðstöð vinnuverndarstarfs í landinu og byggir starf sitt á  samþættingu eftirlits, fræðslu og rannsókna. Vinnueftirlitið starfar samkvæmt lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustað nr. 46/1980.