Upplýsingastefna Vinnueftirlitsins

Vinnueftirlitið hefur það að stefnu að miðla upplýsingum sem stuðla að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum með gildi stofnunarinnar að leiðarljósi og í samræmi við gildandi upplýsingarlög.

Efni birt á heimasíðu

Allt það sem stuðlað getur að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum m.a.:

 

 1. Leiðbeiningar, fræðsluefni og tilmæli um vinnuvernd
 2. Lög og reglur er gilda um vinnuvernd
 3. Slysaskrá Vinnueftirlitsins (ópersónugreinanlegar upplýsingar)
 4. Dagsektarákvarðanir Vinnueftirlitsins
 5. Ákvarðanir fyrirtækjaeftirlits Vinnueftirlitsins um bann við vinnu eða lokun starfsemi fyrirtækja
 6. Fræðslufundir sem streymdir eru á netinu
 7. Vinnuumhverfisvísar
 8. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins varðandi markaðseftirlit, svo sem bann við sölu og innköllun varnings
 9. Listi með viðurkenndum þjónustuaðilum í vinnuvernd
 10. Dómar og úrskurðir er varðar Vinnueftirlitið
 11. Ársskýrsla
 12. Tilvísanir í birtar rannsóknir á sviði vinnuverndar
 13. Umsagnir VER um þingmál

 

Efni birt sem frétt á heimasíðu

Allt það sem stuðlað getur að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum m.a.:

 

 1. Dagsektarákvarðanir Vinnueftirlitsins
 2. Ákvarðanir fyrirtækjaeftirlits Vinnueftirlitsins um bann við vinnu eða lokun starfsemi fyrirtækja
 3. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins varðandi markaðseftirlit, svo sem bann við sölu og innköllun varnings
 4. Ráðstefnur sem Vinnueftirlitið heldur eða tekur þátt í
 5. Upplýsingar um styrki sem Vinnueftirlitið fær til að vinna vinnuverndartengd verkefni
 6. Útgáfa vinnuverndarefnis
 7. Ný námskeið á vegum Vinnueftirlitsins
 8. Ný lög og reglugerðir er gilda um vinnuvernd.
 9. Laus störf hjá stofnuninni
 10. Upplýsingar um þróun í vinnuvernd, áhættuþáttum á vinnustöðum, vinnuslysum og atvinnusjúkdómum

 


Greinargerð

Vinnueftirlitið (VER) birtir margs konar upplýsingar á heimasíðu sinni og með öðrum hætti.  Hins vegar hefur ekki verið til samræmd stefna um það hvaða upplýsingar skuli vera birtar á heimasíðunni og í hvaða tilgangi.  Með upplýsingalögum nr. 50/1996 kvað löggjafinn skýrt á um hvaða upplýsingar skyldu vera aðgengilegar almenningi skv. beiðni og með nýjum upplýsingalögum nr. 140/2012 kvað löggjafinn m.a. á um almenna heimild til handa stjórnvöldum til að birta upplýsingar að eigin frumkvæði, sbr. 13. gr. þeirra laga.

Með upplýsingastefnu VER er ætlunin að taka saman allar þær upplýsingar sem VER mun birta að eigin frumkvæði á heimasíðu sinni.  Tilgangur þessarar upplýsingagjafar er að stuðla að forvörnum gegn vinnuslysum og atvinnusjúkdómum og tryggja gagnsæi í störfum stofnunarinnar.  Þess skal getið að mikið af þeim upplýsingum sem koma fram í upplýsingastefnunni eru þegar birtar á heimasíðu VER.

Þær upplýsingar sem VER mun hefja birtingu á, eftir að upplýsingastefnan tekur gildi, annað hvort reglubundið eða sem frétt, og hafa ekki verið birtar hingað til, eru:

 1. Dagsektarákvarðanir Vinnueftirlitsins
 2. Ákvarðanir fyrirtækjaeftirlits Vinnueftirlitsins um bann við vinnu eða lokun starfsemi fyrirtækja
 3. Ákvarðanir Vinnueftirlitsins varðandi markaðseftirlit, svo sem bann við sölu og innköllun varnings
 4. Dómar og úrskurðir er varðar Vinnueftirlitið
 5. Umsagnir VER um þingmál

 Þær upplýsingar sem VER mun birta á heimasíðu sinni eru ekki háðar takmörkunum vegna einkahagsmuna einstaklinga eða fyrirtækja, sbr. 9. og 10. gr. upplýsingalaga nr. 140/2012 eða upplýsingar sem þagnaskylda ríkir um, sbr. 83. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum, með síðari breytingum.