Jafnlaunavottun
Vinnueftirlitið hlaut jafnlaunavottun í desember 2019
Vinnueftirlit ríkisins hefur hlotið jafnlaunavottun Jafnréttisstofu samkvæmt staðlinum ÍST 85:2012. Vottunin staðfestir að starfsfólk Vinnueftirlitsins sem vinnur sömu og/eða jafnverðmæt störf fær sömu laun og að ákvarðanir í launamálum feli ekki í sér kynbundna mismunun.
Úttektaraðili jafnlaunavottunarinnar var iCert ehf. og fór lokaúttekt á launakerfi Vinnueftirlitsins fram í desember 2019.
Formlegt skírteini um jafnlaunavottun var gefið út þann 23. desember 2019.