Fréttir

Vinnuverndarátakið „Meðferð hættulegra efna“ - Núllsýn

29.3.2019

Núllsýn (Vision Zero) appið er gagnlegt tól til að aðstoða fyrirtæki að útrýma slysum. Það byggir á þeirri sannfæringu að hægt sé að koma í veg fyrir öll slys, sjúkdóma og skaða við vinnu og byggir á þremur gildum; öryggi, heilsu og hagsæld.

Vinnuslys og atvinnusjúkdómar eru hvorki fyrirfram ákveðin né óumflýjanleg - það er alltaf eitthvað sem veldur þeim. Með því að byggja upp öflugar forvarnir er hægt að útrýma þeim og koma má í veg fyrir vinnuslys, skaða og atvinnusjúkdóma.

Núllsýn er öflugt verkfæri til að þætta saman öryggi, heilsu og vellíðan í vinnu.

Hægt er að fá appið bæði fyrir android- og iOS-tæki og það heitir „7 Golden Rules“.

Allt um þetta tól og appið er að finna á heimasíðu ISSA : http://visionzero.global/