Fréttir

Vinnuverndarátakið „Meðferð hættulegra efna“ - Nanóefni

29.3.2019

Nanóefni eru efni þar sem yfir helmingur efnisagnanna er 1 til 100 nm að þvermáli. Minnstu nanóagnirnar eru sambærilegar að stærð og frumeindir og sameindir.

Heilsufarsleg áhrif nanóefna fara eftir eiginleikum þeirra, t.d. efnisgerð, lögun og leysni. Almennt gildir að nanóefni hafa sams konar heilsufarsleg áhrif og grófari agnir úr sama efni en önnur áhrif geta einnig komið til. Útsetning fyrir nanóefnum er aðallega við innöndun og snertingu við húð.

Í tengslum við Vinnuverndarátakið "Meðferð hættulegra efna" hefur EU-OSHA sett saman upplýsingablað um nanóefni. Upplýsingablaðið er til á 17 tungumálum sem hægt er að nálgast á heimasíðu Vinnuverndarstofnunar Evrópu .