Fréttir

Vinnuverndarátak á hótelum

6.3.2019

Vinnuverndarátak hjá starfsfólki við þrif á hótelum

Í lok árs 2017 hóf Vinnueftirlitið vinnuverndarátak á hótelum og er nú komin út skýrsla með helstu niðurstöðum þess.

Vegna aukins umfangs í ferðaþjónustu á Íslandi hefur starfsmönnum hótela fjölgað mikið undanfarin ár.

Heimsótt voru 36 hótel með 10 starfsmenn eða fleiri. Markmiðið með átakinu var að kanna vinnuumhverfi starfsfólks við hótelþrif á Íslandi og meta vinnuaðstæður og álag. Gerð var spurningalistakönnun meðal starfsmanna við hótelþrif og úttekt á vinnuumhverfi þeirra auk þess sem virkni almenns vinnuverndarstarfs hjá hótelunum var könnuð.

Tilgangur átaksins var að aðstoða atvinnurekendur við að skapa heilsusamlegt vinnuumhverfi fyrir þennan starfsmannahóp með því að miðla upplýsingum og dæmum um það sem einkennir gott vinnuumhverfi við hótelþrif ásamt því að gefa fyrirmæli um úrbætur vinnuaðstæðna þar sem þörf krafði.

Skýrsla með niðurstöðum átaksins