Fréttir

Vinnuvélahermar

12.3.2019

VinnuvélahermirVinnueftirlitið hefur tekið í notkun herma fyrir vinnuvélar bæði til verklegrar próftöku og til verklegrar þjálfunar stjórnenda vinnuvéla. Fyrst í stað verður þó eingöngu boðið upp á verklega próftöku í hermunum.

Vélaflokkar sem eru í boði í hermunum nú í byrjun eru kranaflokkar A, B og P, jarðvinnuvélar í flokkum E, F og I, lyftarar í flokki J.

Hingað til hafa verkleg próf eingöngu verið framkvæmd við misgóðar aðstæður á vinnustöðum þar sem vélarnar eru í notkun. Í hermunum er hægt að prófa á samræmdan hátt með stöðluðum aðferðum og við öruggar aðstæður.

Hægt er að panta tíma í verklega próftöku hér á heimasíðu Vinnueftirlitsins, undir;  "Vélar og tæki" + "Vélahermar".

Vinnuvélahermarnir eru staðsettir í húsakynnum Vinnueftirlitsins að Dvergshöfða 2 Reykjavík á annarri hæð.