Fréttir

Vinnuslys - Dauðans alvara

27.1.2017

Forvarnaráðstefna VÍS verður haldin á Hilton Reykjavík Nordica 2. febrúar 2017. Formleg dagskrá hefst kl. 13:00 og stendur til kl. 16:00. Yfirskrift hennar að þessu sinni er: Vinnuslys – dauðans alvara. Dagskráin er fjölbreytt eins og endranær og á umfjöllunarefnið erindi við alla í atvinnurekstri. Taktu daginn frá, aðgangur er ókeypis.

Allir hjartanlega velkomnir en stjórnendur og ábyrgðarmenn öryggismála eru sérstaklega hvattir til þess að mæta.

Forvarnaradstefna-VIS-2017