Fréttir

Ákveðið að sekta Stracta Hótel Hellu

22.1.2018

Þann 21. desember 2017 ákvað Vinnueftirlitið að leggja dagsektir á fyrirtækið Stracta Hella ehf., sem rekur Stracta Hótel Hellu, vegna vanrækslu á að fara eftir fyrirmælum stofnunarinnar um úrbætur á aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi starfsmanna.

Hægt er að nálgast sektarákvörðun nr. 6/2017 hér á vefnum.

Uppfært: Fyrirtækið hefur nú gert úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins.
22. janúar 2018 kl. 18:01