Fréttir

Vinnueftirlitið hefur tekið fyrsta græna skrefið

14.3.2019

Umhverfistengiliðir Vinnueftirlitsins tóku í vikunni við viðurkenningu Umhverfisstofnunar um að fyrsta græna skrefinu í ríkisrekstri væri náð. Vinnueftirlitið hóf vegferðina að aukinni sjálfbærni í rekstri og bættri umhverfisvitund meðal starfsmanna í ársbyrjun 2018.

Allar starfsstöðvarnar níu sem dreifðar eru um landið taka þátt í verkefninu og er það að þakka samhentu átaki starfsfólksins að þessum áfanga var náð.

Það er mikill hugur í starfsfólki að halda þessu mikilvæga verkefni áfram og taka næstu skref sem snúast um að efla vistvænan rekstur ríkisins með kerfisbundnum hætti, þar á meðal að draga úr sóun og orkunotkun.

Vinnueftirlitið er í hópi 65 ríkisstofnana sem taka þátt í verkefninu " Græn skref í ríkisrekstri".

Grænu skrefin