Fréttir

Vinnu- og hvíldartími - Dreifibréf

20.7.2015

Mikill vöxtur er í ferðaþjónustu um þessar mundir og hefur mannaflaþörf aukist því samfara. Af þessu tilefni vill Vinnueftirlitið vekja athygli veitinga- og gististaða á þeim ákvæðum sem gilda um vinnutíma en stofnunin hefur eftirlit með því að þeim sé fylgt.

Til að kanna stöðuna mun Vinnueftirlitið á næstunni kalla eftir vinnutímaupplýsingum frá
völdum fyrirtækjum í greininni.

Í lögum nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum er í IX. kafla fjallað um
hvíldartíma, frídaga og hámarksvinnutíma. Helstu ákvæðin eru:

  • Vinnutíma skal haga þannig að á hverjum 24 klukkustundum, reiknað frá byrjun vinnudags, fái starfsmenn að minnsta kosti 11 klukkustunda samfellda hvíld.
  • Starfsmaður á rétt á hléi ef daglegur vinnutími hans er lengri en sex klukkustundir.
  • Á hverju sjö daga tímabili skal starfsmaður fá að minnsta kosti einn vikulegan frídag sem tengist beint daglegum hvíldartíma skv. 53. gr.
  • Hámarksvinnutími starfsmanna á viku að yfirvinnu meðtalinni skal ekki vera umfram 48 klukkustundir að meðaltali á hverju fjögurra mánaða tímabili.
  • Vinnutími næturvinnustarfsmanna skal að jafnaði ekki vera lengri en átta klukkustundir á hverju 24 klukkustunda tímabili.

Dreifibréf til veitinga- og gististaða og annarra sem málið varðar