Fréttir

Vinna bönnuð við vélar hjá Pure North Recycling ehf.

4.6.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins í verksmiðju Pure North Recycling ehf. að Sunnumörk 4 í Hveragerði, kom í ljós að aðbúnaður, hollustuhættir og öryggi starfsmanna var ekki í samræmi við lög og reglur. Var öll vinna bönnuð við átta vélar þar sem lífi og heilbrigði starfsmanna var talin hætta búin af þeim, sbr. heimild í 85. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum.

Ekki má hefja vinnu við vélarnar fyrr en búið er að gera úrbætur í samræmi við fyrirmæli Vinnueftirlitsins og stofnunin hefur leyft vinnu þar á ný.          

Ákvörðun Vinnueftirlitsins um bann við vinnu

Uppfært 6. júní 2018

Fyrirtækið hefur gert úrbætur og vinna hefur verið leyfð á ný.