Fréttir

Vinna bönnuð hjá Húsfélagi alþýðu

7.12.2018

Við eftirlitsheimsókn Vinnueftirlitsins í kjallarabyggingu Húsfélags alþýðu, sem hýsir aflagða olíukatla og miðlunartanka undir húsum nr. 18 og 20 við Hofsvallagötu, kom í ljós að búnaðurinn er klæddur með einangrun sem inniheldur asbest. Öll vinna í kjallarabyggingunni var því bönnuð þar sem um asbestvinnustað er að ræða og vinna þar verður ekki heimiluð að nýju fyrr sótt hefur verið um heimild til Vinnueftirlitsins um niðurrif asbests og það fjarlægt í samræmi við 7. grein reglugerðar nr. 430/2007 um bann við notkun asbests á vinnustöðum.

Ákvörðun Vinnueftirlitsins